„Við viljum ekki vera vont fólk“ Una Sighvatsdóttir skrifar 8. nóvember 2015 20:00 Í mörg ár hefur staðið til að loka Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Nú hyllir loks undir að af því verði á næsta ári og ekki seinna vænna, því aðstaðan þar er ekki mönnum bjóðandi. Stöð 2 fór í heimsókn í Hegningarhúsið í dag. Hegningarhúsið er mótttökufangelsi sem þýðir að það er fyrsti viðkomustaður allra sem dæmdir eru til fangavistar á Íslandi. Aðstaðan þar er með þrengsta móti og algengt að einangrunarklefar séu nýttir í almenna afplánun. Magnús Páll Ragnarsson varðstjóri fangelsisins segir það algjört ófremdarástand að bjóða mönnum upp á slíkt en þannig hafi það verið í mjög langan tíma. Vegna plássleysis er sömuleiðis tvímennt í klefa á Skólavörðustíg, sem Páll Winkel fangelsismálastjóri segir ekki í samræmi við reglur og viðmið. „Lög gera ráð fyrir að menn séu að jafnaði einir í klefa, en það er bara ekki í boði.“Einangrunarklefarnir í Hegningarhúsinu eru nú oft notaðir til almennrar afplánunar þótt það þyki vart boðlegt.Stenst ekki heilbrigðiskröfur Heimsóknarherbergið í Hegningarhúsinu er bæði þröngt og dimmt og þykir ekki boðlegt fyrir börn að hitta foreldra sína í afplánun. Það stendur til bóta þegar nýtt fangelsi opnar á Hólmsheiði, því þar verður heimsóknaríbúð. Sturtuaðstaðan í Hegningarhúsinu er sömuleiðis vart boðleg til samnýtingar fyrir 12 manns en þannig er staðan þó. „Þetta stenst auðvitað ekki kröfur heilbrigðiseftirlitsins, frekar en margt annað hér,“ segir fangelsismálastjóri. „En það er lítið um húsnæði frá 1870 sirka sem stenst nútímakröfur, og það er mikið álag hérna.“ Verst er þó ástandið í þeim klefum þar sem eru þrálátar rakaskemmdir og myglusveppur, en engin loftræsting er í klefunum. „Svo náttúrulega lekur þakið og það drýpur hérna niður veggina og kemur inn í klefana hjá okkur,“ segir Magnús Páll og bætir við að þannig hafi það verið í mörg ár.Hegningarhúsið við Skólavörðustíg er orðið rúmlega 140 ára og löngu úrelt sem fangelsi.vísir/gvaÓfremdarástand í einhverja mánuði enn Fyrirhugað er að nýja fangelsið á Hólmsheiði verði afhent í byrjun næsta árs. Þó er útlit fyrir að það tefjist eitthvað og ekki von á því að starfsemi hefjist þar af fullum krafti fyrr en með vorinu. Fyrsta forgangsmál í fangelsismálum er að koma kvennadeild í gagnið, því ekkert kvennafangelsi er nú starfrækt á Íslandi. Opnun gæsluvarðhaldsálmu er næst í forgangsröðinni. Hegningarhúsið verður þá tæmt eftir því sem tök eru á, ófremdarástandið sem þar hefur verið í áraraðir mun þó vara í einhverja mánuði enn áður en skellt verður endanlega í lás.Viljum ekki vera vont fólk En af hverju er ástandið svona? „Það er vegna þess að við höfum svolítið verið óhreinu börnin hennar Evu. Fólk hefur ekki haft áhuga á þessum málaflokki, og það hefur skilað sér svona," segir Páll Winkel. „Og það er einmitt þess vegna sem við ákváðum bara að vera býsna hreinskilin í upphafi þessar ferils og segja satt frá. Vera ekkert að sykurhúða þetta ástand, og það er loksins að skila sér nú í því að við erum að fá nýtt fangelsi.“ Hann segir fangelsið á Hólmsheiði verða algjöra byltingu í starfsemi fangelsismála. „Ég held að þetta sé stærsta og mesta framfaraskrefi í okkar geira frá 1874, þegar þetta fangelsi opnaði.“ Á þeim rúmu 140 árum sem liðin eru frá opnun Hegningarhússins hefur margt breyst og af ástandinu þar má sjá að bylting í fangelsismálum er löngu tímabær. „Við erum með ákveðnar skuldbindingar, og við viljum ekki vera vont fólk. Við viljum bara gera hlutina eins og á að gera þá, og við eigum að skammast okkar fyrir þetta ástand. Og ég held að við gerum það flest núna.“ Tengdar fréttir Páll Winkel hefur íhugað að kæra mútur Starfsfólk Fangelsismálastofnunar er að segja upp vegna álags. Páll Winkel segir pólítískan vilja vanta til að bæta hryllilegt ástand í fangelsunum. Flestir fangar séu ágætis fólk en aðbúnaður þeirra sé til skammar. Nýting fangelsann 6. nóvember 2015 07:00 Fangelsismál í algjöru öngstræti Formaður fjárlaganefndar tekur undir með fangelsismálastjóra um að nauðsynlegt sé að veita meira fé til reksturs fangelsa. Málaflokkurinn sé kominn í öngstræti. 6. nóvember 2015 19:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Í mörg ár hefur staðið til að loka Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Nú hyllir loks undir að af því verði á næsta ári og ekki seinna vænna, því aðstaðan þar er ekki mönnum bjóðandi. Stöð 2 fór í heimsókn í Hegningarhúsið í dag. Hegningarhúsið er mótttökufangelsi sem þýðir að það er fyrsti viðkomustaður allra sem dæmdir eru til fangavistar á Íslandi. Aðstaðan þar er með þrengsta móti og algengt að einangrunarklefar séu nýttir í almenna afplánun. Magnús Páll Ragnarsson varðstjóri fangelsisins segir það algjört ófremdarástand að bjóða mönnum upp á slíkt en þannig hafi það verið í mjög langan tíma. Vegna plássleysis er sömuleiðis tvímennt í klefa á Skólavörðustíg, sem Páll Winkel fangelsismálastjóri segir ekki í samræmi við reglur og viðmið. „Lög gera ráð fyrir að menn séu að jafnaði einir í klefa, en það er bara ekki í boði.“Einangrunarklefarnir í Hegningarhúsinu eru nú oft notaðir til almennrar afplánunar þótt það þyki vart boðlegt.Stenst ekki heilbrigðiskröfur Heimsóknarherbergið í Hegningarhúsinu er bæði þröngt og dimmt og þykir ekki boðlegt fyrir börn að hitta foreldra sína í afplánun. Það stendur til bóta þegar nýtt fangelsi opnar á Hólmsheiði, því þar verður heimsóknaríbúð. Sturtuaðstaðan í Hegningarhúsinu er sömuleiðis vart boðleg til samnýtingar fyrir 12 manns en þannig er staðan þó. „Þetta stenst auðvitað ekki kröfur heilbrigðiseftirlitsins, frekar en margt annað hér,“ segir fangelsismálastjóri. „En það er lítið um húsnæði frá 1870 sirka sem stenst nútímakröfur, og það er mikið álag hérna.“ Verst er þó ástandið í þeim klefum þar sem eru þrálátar rakaskemmdir og myglusveppur, en engin loftræsting er í klefunum. „Svo náttúrulega lekur þakið og það drýpur hérna niður veggina og kemur inn í klefana hjá okkur,“ segir Magnús Páll og bætir við að þannig hafi það verið í mörg ár.Hegningarhúsið við Skólavörðustíg er orðið rúmlega 140 ára og löngu úrelt sem fangelsi.vísir/gvaÓfremdarástand í einhverja mánuði enn Fyrirhugað er að nýja fangelsið á Hólmsheiði verði afhent í byrjun næsta árs. Þó er útlit fyrir að það tefjist eitthvað og ekki von á því að starfsemi hefjist þar af fullum krafti fyrr en með vorinu. Fyrsta forgangsmál í fangelsismálum er að koma kvennadeild í gagnið, því ekkert kvennafangelsi er nú starfrækt á Íslandi. Opnun gæsluvarðhaldsálmu er næst í forgangsröðinni. Hegningarhúsið verður þá tæmt eftir því sem tök eru á, ófremdarástandið sem þar hefur verið í áraraðir mun þó vara í einhverja mánuði enn áður en skellt verður endanlega í lás.Viljum ekki vera vont fólk En af hverju er ástandið svona? „Það er vegna þess að við höfum svolítið verið óhreinu börnin hennar Evu. Fólk hefur ekki haft áhuga á þessum málaflokki, og það hefur skilað sér svona," segir Páll Winkel. „Og það er einmitt þess vegna sem við ákváðum bara að vera býsna hreinskilin í upphafi þessar ferils og segja satt frá. Vera ekkert að sykurhúða þetta ástand, og það er loksins að skila sér nú í því að við erum að fá nýtt fangelsi.“ Hann segir fangelsið á Hólmsheiði verða algjöra byltingu í starfsemi fangelsismála. „Ég held að þetta sé stærsta og mesta framfaraskrefi í okkar geira frá 1874, þegar þetta fangelsi opnaði.“ Á þeim rúmu 140 árum sem liðin eru frá opnun Hegningarhússins hefur margt breyst og af ástandinu þar má sjá að bylting í fangelsismálum er löngu tímabær. „Við erum með ákveðnar skuldbindingar, og við viljum ekki vera vont fólk. Við viljum bara gera hlutina eins og á að gera þá, og við eigum að skammast okkar fyrir þetta ástand. Og ég held að við gerum það flest núna.“
Tengdar fréttir Páll Winkel hefur íhugað að kæra mútur Starfsfólk Fangelsismálastofnunar er að segja upp vegna álags. Páll Winkel segir pólítískan vilja vanta til að bæta hryllilegt ástand í fangelsunum. Flestir fangar séu ágætis fólk en aðbúnaður þeirra sé til skammar. Nýting fangelsann 6. nóvember 2015 07:00 Fangelsismál í algjöru öngstræti Formaður fjárlaganefndar tekur undir með fangelsismálastjóra um að nauðsynlegt sé að veita meira fé til reksturs fangelsa. Málaflokkurinn sé kominn í öngstræti. 6. nóvember 2015 19:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Páll Winkel hefur íhugað að kæra mútur Starfsfólk Fangelsismálastofnunar er að segja upp vegna álags. Páll Winkel segir pólítískan vilja vanta til að bæta hryllilegt ástand í fangelsunum. Flestir fangar séu ágætis fólk en aðbúnaður þeirra sé til skammar. Nýting fangelsann 6. nóvember 2015 07:00
Fangelsismál í algjöru öngstræti Formaður fjárlaganefndar tekur undir með fangelsismálastjóra um að nauðsynlegt sé að veita meira fé til reksturs fangelsa. Málaflokkurinn sé kominn í öngstræti. 6. nóvember 2015 19:30