Aðgerðir til að koma sanddæluskipinu Perlu af botni Reykjavíkurhafnar verða ekki reyndar næstu daga. Eftir fund Faxaflóahafna með Björgun ehf. í dag hefur verið ákveðið að Björgun skili nýrri aðgerðaráætlun næsta fimmtudag, 12. nóvember.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Faxaflóahöfnum. Sem kunnugt er sökk Perla við Ægisgarð á mánudag og hafa tilraunir til að koma henni á flot engan árangur borið. Síðast var reynt að koma skipinu á flot í gærkvöldi en það gekk ekki.
Í tilkynningunni segir að Perla verði áfram vöktuð þar til aðgerðir hefjast að nýju og áfram fylgst með því að engin mengun berist frá skipinu.
Ekki er búist við breytingum á stöðu skipsins þar sem hæglætis veðri er spáð næstu viku.
Perla verður á hafnarbotni fram á fimmtudag hið minnsta

Tengdar fréttir

Ekki verður reynt að koma Perlu á flot um helgina
"Þurfum ekki að flýta okkur,“ segir Gísli Gíslason hafnarstjóri.

Hafa tvívegis þurft að hætta dælingu
Búið er að sökkva Perlu á ný til þess að reyna rétta við halla skipsins.

Dæla þurfti sjó úr öðru skipi Björgunar
Gleymdist að loka fyrir botnloka.

Björgunarbáturinn losnaði ekki af Perlu
Ástæða þess er hluti af rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa.