Innlent

Perla verður á hafnarbotni fram á fimmtudag hið minnsta

Bjarki Ármannsson skrifar
Ekki er búist við breytingum á stöðu skipsins þar sem hæglætis veðri er spáð næstu viku.
Ekki er búist við breytingum á stöðu skipsins þar sem hæglætis veðri er spáð næstu viku. Vísir/E.Ól.
Aðgerðir til að koma sanddæluskipinu Perlu af botni Reykjavíkurhafnar verða ekki reyndar næstu daga. Eftir fund Faxaflóahafna með Björgun ehf. í dag hefur verið ákveðið að Björgun skili nýrri aðgerðaráætlun næsta fimmtudag, 12. nóvember.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Faxaflóahöfnum. Sem kunnugt er sökk Perla við Ægisgarð á mánudag og hafa tilraunir til að koma henni á flot engan árangur borið. Síðast var reynt að koma skipinu á flot í gærkvöldi en það gekk ekki.

Í tilkynningunni segir að Perla verði áfram vöktuð þar til aðgerðir hefjast að nýju og áfram fylgst með því að engin mengun berist frá skipinu.

Ekki er búist við breytingum á stöðu skipsins þar sem hæglætis veðri er spáð næstu viku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×