Erlent

Eftirlýstur ISIS-liði handtekinn í Svíþjóð

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
Sænska öryggislögreglan, Säpo,  handtók í kvöld mann sem grunaður er um að hafa komið til Svíþjóðar með það í hyggju að fremja hryðjuverk í Evrópu. Samkvæmt heimildum Reuters er um að ræða hinn írakska Mutar Muthanna Majid. Talsmaður lögreglunnar sagði í dag að maðurinn hafi áður verið í Sýrlandi og barist með liðsmönnum ISIS.

Viðbúnaðarstig í Svíþjóð var í gær hækkað úr þremur í fjóra, sem er næst hæsta stig viðbúnaðar, og hefur aldrei verið svo hátt í landinu. Að sögn sænskra fjölmiðla var það gert eftir að upplýsingar bárust um að maðurinn væri í landinu. Hann er tuttugu og fimm ára gamall.

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, boðaði í dag aukið eftirlit og öryggisráðstafanir í landinu og lagði til að frekara eftirlit yrði haft með rafrænum samskiptum, meðal annars á Skype og Viber. Þá sagði hann að fyrirhugað væri að setja lög um að óheimilt verði að taka þátt í hryðjuverkastarfsemi af einhverju tagi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×