Erlent

Níu handteknir í tengslum við árásirnar í Beirút

Atli Ísleifsson skrifar
Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum.
Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. Vísir/AFP
Níu manns hafa verið handteknir í tengslum við sjálfsvígssprengjuárásirnar í líbönsku höfuðborginni Beirút á fimmtudag.

Nuhad Mashnuq, innanríkisráðherra Líbanon, greindi frá þessu í samtali við AFP.

44 fórust í árásunum þar sem tveir menn sprengdu sjálfa sig í loft upp með fárra mínútna millibili í Bourj al-Barajneh, úthverfi suður af Beirút, þar sem liðsmenn Hizbollah-samtakanna ráða ríkjum.

„Sjö hinna handteknu eru frá Sýrlandi og tveir frá Líbanon, þar af einn sem reyndi að sprengja sjálfan sig í loft upp en mistókst. Hinn Líbaninn tók þátt í að smygla hinum yfir landamærunum frá Sýrlandi,“ segir Mashnuq.

Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×