Innlent

Hæstiréttur stytti gæsluvarðhaldið um eina viku

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fjórmenningarnir eru í gæsluvarðhaldi og einangrun á Litla-Hrauni.
Fjórmenningarnir eru í gæsluvarðhaldi og einangrun á Litla-Hrauni. vísir/anton brink
Hæstiréttur stytti í dag gæsluvarðhald og einangrun yfir fjórum mönnum sem grunaðir eru um að hafa reynt að smygla 23 kílóum af sterkum fíkniefnum hingað til lands með Norrænu þann 22. september síðastliðinn.

Héraðsdómur Reykjaness hafði fyrr í vikunni dæmt mennina í gæsluvarðhald og einangrun til 1. desember en þeir verða nú í haldi og einangrun til þriðjudagsins 24. nóvember.

Um er að ræða tvo Íslendinga og tvo Hollendinga en annar Hollendinganna er 27 ára gamall og með greindarskerðingu og andlega fötlun.

Gæsluvarðhaldsúrskurðirnir voru fengnir á grundvelli rannsóknarhagsmuna svo sakborningar geti ekki haft áhrif á framgang rannsóknar lögreglunnar.


Tengdar fréttir

Fékk að ræða við móður sína

Greindarskertur ­hollenskur maður sem hefur verið í einangrun á Litla-Hrauni síðan 29. september hefur fengið að hafa samband við móður sína undir eftirliti lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×