Erlent

Mikið dregur úr mæðradauða á heimsvísu

Atli Ísleifsson skrifar
Áætlað er að um 303 þúsund konur muni hafa látið lífið á meðgöngu eða á fyrstu sex vikum eftir barnsburð á þessu ári, samanborið við 532 þúsund árið 1990.
Áætlað er að um 303 þúsund konur muni hafa látið lífið á meðgöngu eða á fyrstu sex vikum eftir barnsburð á þessu ári, samanborið við 532 þúsund árið 1990. Vísir/Getty
Dregið hefur úr dauðsföllum kvenna tengdum óléttu um nærri helming síðasta aldarfjórðunginn. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar stofnana Sameinuðu þjóðanna og segir frá í tímaritinu Lancet.

Áætlað er að um 303 þúsund konur muni hafa látið lífið á meðgöngu eða á fyrstu sex vikum eftir barnsburð á þessu ári, samanborið við 532 þúsund árið 1990.

Lale Say, starfsmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir niðurstöðurnar sýna fram á að mikill árangur hafi náðst, enda hafi mæðradauði hafa dregist saman um 44 prósent frá 1990. Árangurinn sé þó misjafn eftir heimshlutum þar sem 99 prósent dauðsfalla eiga sér stað í þróunarlöndum.

Í frétt BBC kemur fram að mestar hafi framfarirnar orðið í austurhluta Asíu, þar sem dauðsföllum hafi fækkað úr 95 í 27 á hverjar 100 þúsund fæðingar.

Sameinuðu þjóðirnar stefna nú að því að mæðradauði dragist enn frekar saman og verði sjötíu á hverjar 100 þúsund fæðingar árið 2030.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×