Myglusveppur herjar á starfsmenn BUGL sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 11. nóvember 2015 14:37 Sveppur fannst í eldri byggingu BUGL í sumar, og nú í þeirri nýju - viðbyggingunni. vísir/vilhelm Líkur eru á að færa þurfi starfsemi barna- og unglingageðdeildar Landspítalans við Dalbraut í annað húsnæði vegna gruns um myglusvepp. Unnið er að því að taka gamla húsnæði deildarinnar í gegn eftir að rakaskemmdir fundust í byrjun sumars, en nú nýlega vaknaði grunur um myglusvepp í nýju byggingunni. „Það er ákveðinn grunur um myglusvepp. Það er verið að skoða þetta en það er fullsnemmt að segja til um hversu alvarlegt þetta er. En það er margt sem bendir til þess,“ segir Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir göngudeildar BUGL.Átta fundið fyrir slappleika Hún segir allt að átta starfsmenn hafa farið í tímabundið veikindaleyfi vegna óþæginda sem rakin eru til sveppsins. Starfsmenn göngudeildarinnar eru þrjátíu talsins. „Fólk hefur farið tímabundið úr vinnu, en einhverjir reyna að stunda vinnu annars staðar. Heildarfjöldinn er líklega á milli sex og átta.“ Guðrún segir rannsókn nýlega hafa hafist og væntir niðurstaðna á komandi dögum. Ljóst sé að starfsemi deildarinnar muni fara úr skorðum, verði grunur um myglusvepp staðfestur. „Þetta mun klárlega hafa áhrif á starfsemina, en fer auðvitað allt eftir umfangi vandans, sem við vitum að svo stöddu ekki alveg hver er. Ef það finnst mygla í nýja húsnæðinu þá verðum við að skoða þessi mál í nýju ljósi og taka ákvarðanir út frá því hversu alvarlegur vandinn er. Núna er verið að vinna með það sem fannst í eldri byggingunni.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem myglusveppur veldur usla á Landspítalanum, því árið 2013 kom í ljós að sex læknar höfðu glímt við veikindi vegna svepps á skrifstofum spítalans við Hringbraut. Tengdar fréttir Myglan kostað 160 milljónir Miklar framkvæmdir hafa verið við elstu byggingu Landspítalans við Hringbraut vegna leka sem olli myglu. Skipt hefur verið um glugga og veggir þéttir til að freista þess að koma í veg fyrir raka og hindra mygluna. 18. desember 2014 07:15 M-in þrjú á Landspítala: Maurar, mygla og mósasýkingar Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir, segir aðstöðuna á Landspítalanum síst til þess fallna að lokka lækna heim sem farið hafa erlendis til náms og starfa. 5. nóvember 2014 14:27 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Líkur eru á að færa þurfi starfsemi barna- og unglingageðdeildar Landspítalans við Dalbraut í annað húsnæði vegna gruns um myglusvepp. Unnið er að því að taka gamla húsnæði deildarinnar í gegn eftir að rakaskemmdir fundust í byrjun sumars, en nú nýlega vaknaði grunur um myglusvepp í nýju byggingunni. „Það er ákveðinn grunur um myglusvepp. Það er verið að skoða þetta en það er fullsnemmt að segja til um hversu alvarlegt þetta er. En það er margt sem bendir til þess,“ segir Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir göngudeildar BUGL.Átta fundið fyrir slappleika Hún segir allt að átta starfsmenn hafa farið í tímabundið veikindaleyfi vegna óþæginda sem rakin eru til sveppsins. Starfsmenn göngudeildarinnar eru þrjátíu talsins. „Fólk hefur farið tímabundið úr vinnu, en einhverjir reyna að stunda vinnu annars staðar. Heildarfjöldinn er líklega á milli sex og átta.“ Guðrún segir rannsókn nýlega hafa hafist og væntir niðurstaðna á komandi dögum. Ljóst sé að starfsemi deildarinnar muni fara úr skorðum, verði grunur um myglusvepp staðfestur. „Þetta mun klárlega hafa áhrif á starfsemina, en fer auðvitað allt eftir umfangi vandans, sem við vitum að svo stöddu ekki alveg hver er. Ef það finnst mygla í nýja húsnæðinu þá verðum við að skoða þessi mál í nýju ljósi og taka ákvarðanir út frá því hversu alvarlegur vandinn er. Núna er verið að vinna með það sem fannst í eldri byggingunni.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem myglusveppur veldur usla á Landspítalanum, því árið 2013 kom í ljós að sex læknar höfðu glímt við veikindi vegna svepps á skrifstofum spítalans við Hringbraut.
Tengdar fréttir Myglan kostað 160 milljónir Miklar framkvæmdir hafa verið við elstu byggingu Landspítalans við Hringbraut vegna leka sem olli myglu. Skipt hefur verið um glugga og veggir þéttir til að freista þess að koma í veg fyrir raka og hindra mygluna. 18. desember 2014 07:15 M-in þrjú á Landspítala: Maurar, mygla og mósasýkingar Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir, segir aðstöðuna á Landspítalanum síst til þess fallna að lokka lækna heim sem farið hafa erlendis til náms og starfa. 5. nóvember 2014 14:27 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Myglan kostað 160 milljónir Miklar framkvæmdir hafa verið við elstu byggingu Landspítalans við Hringbraut vegna leka sem olli myglu. Skipt hefur verið um glugga og veggir þéttir til að freista þess að koma í veg fyrir raka og hindra mygluna. 18. desember 2014 07:15
M-in þrjú á Landspítala: Maurar, mygla og mósasýkingar Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir, segir aðstöðuna á Landspítalanum síst til þess fallna að lokka lækna heim sem farið hafa erlendis til náms og starfa. 5. nóvember 2014 14:27