Kranamaður sofnaði í ölvímu í 40 metra hæð: „Sem betur fer varð ekki slys“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. nóvember 2015 10:12 Frá Þeistareykjum. Vísir/Stöð 2 „Þetta er bara hræðilega leiðinlegt mál fyrir manninn og sem betur fer varð ekki slys,“ segir Ásgeir Loftsson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins LNS-Saga, um stjórnanda á stórum byggingakrana sem sofnaði í ölvímu í 40 metra hæð á vinnusvæðinu að Þeistareykjum, skammt frá Húsavík, í gær.Sjá einnig: Sofnaði í ölvímu í fjörutíu metra hæð á Þeystareykjum LNS-Saga sér um framkvæmdir á stöðvarhúsi og gufulögnum Þeistareykjavirkjunar fyrir Landsvirkjun en maðurinn sem var á byggingakrananum var undirverktaki fyrir LNS-Saga. Samkvæmt heimildum Vísis var maðurinn að hífa stóra stálbita fyrir stöðvarhúsið en hætti því um stund og fór þá starfsmenn á svæðinu að gruna að ekki væri allt með felldu. Þegar þeir loksins náðu talstöðvarsambandi við manninn vaknaði sá grunur að hann væri undir áhrifum áfengis og var haft samband við lögreglu.Verkatafyrirtækið LNS-Saga vinnur að framkvæmdum við Þeistareykjavírkjun sem er skammt frá Húsavík.Kort/Loftmyndir.isÁsgeir Loftsson segir allt hafa verið gert til að tryggja öryggi starfsmanna á svæðinu og var hringt á lögregluna eins og lög gera ráð fyrir og manninum hjálpað niður úr krananum. „Annars er þetta brot á okkar reglum og við sjáum í hvaða farveg þetta fer. Við eigum eftir að fá niðurstöður frá lögreglu en það er óvenjulegt að vera undir áhrifum í vinnunni,“ segir Ásgeir. Spurður hvort hættuástand hafi skapast á vinnusvæðinu segist hann telja svo vera. „Ég held að það skapist alltaf hætta þegar menn eru ekki með fullu ráði í vinnunni, sérstaklega þegar menn eru á krana. Það eru gerðar miklar kröfur til allra sem eru á vinnuvélum á vinnusvæði.“ Ásgeir segir framkvæmdir við virkjunina annars ganga ágætlega. Fyrirtækið hafi verið að störfum á svæðinu í hálft ár og ekki orðið neitt fjarveruslys, sem er slys sem veldur því að starfsmaður er óhæfur til að gegna vinnu.LNS Saga er á íslenskri kennitölu, stofnað haustið 2012, og með skrifstofur að Hlíðasmára 4 í Kópavogi. Félagið er dótturfyrirtæki LNS í Noregi, sem stundar verktakastarfsemi um allan heim. Tengdar fréttir Samningar vegna Þeistareykjavirkjunar undirritaðir Ef allt gengur samkvæmt áætlun munu byggingarframkvæmdir fara fram á þessu ári og því næsta. 13. apríl 2015 15:34 Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15 Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
„Þetta er bara hræðilega leiðinlegt mál fyrir manninn og sem betur fer varð ekki slys,“ segir Ásgeir Loftsson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins LNS-Saga, um stjórnanda á stórum byggingakrana sem sofnaði í ölvímu í 40 metra hæð á vinnusvæðinu að Þeistareykjum, skammt frá Húsavík, í gær.Sjá einnig: Sofnaði í ölvímu í fjörutíu metra hæð á Þeystareykjum LNS-Saga sér um framkvæmdir á stöðvarhúsi og gufulögnum Þeistareykjavirkjunar fyrir Landsvirkjun en maðurinn sem var á byggingakrananum var undirverktaki fyrir LNS-Saga. Samkvæmt heimildum Vísis var maðurinn að hífa stóra stálbita fyrir stöðvarhúsið en hætti því um stund og fór þá starfsmenn á svæðinu að gruna að ekki væri allt með felldu. Þegar þeir loksins náðu talstöðvarsambandi við manninn vaknaði sá grunur að hann væri undir áhrifum áfengis og var haft samband við lögreglu.Verkatafyrirtækið LNS-Saga vinnur að framkvæmdum við Þeistareykjavírkjun sem er skammt frá Húsavík.Kort/Loftmyndir.isÁsgeir Loftsson segir allt hafa verið gert til að tryggja öryggi starfsmanna á svæðinu og var hringt á lögregluna eins og lög gera ráð fyrir og manninum hjálpað niður úr krananum. „Annars er þetta brot á okkar reglum og við sjáum í hvaða farveg þetta fer. Við eigum eftir að fá niðurstöður frá lögreglu en það er óvenjulegt að vera undir áhrifum í vinnunni,“ segir Ásgeir. Spurður hvort hættuástand hafi skapast á vinnusvæðinu segist hann telja svo vera. „Ég held að það skapist alltaf hætta þegar menn eru ekki með fullu ráði í vinnunni, sérstaklega þegar menn eru á krana. Það eru gerðar miklar kröfur til allra sem eru á vinnuvélum á vinnusvæði.“ Ásgeir segir framkvæmdir við virkjunina annars ganga ágætlega. Fyrirtækið hafi verið að störfum á svæðinu í hálft ár og ekki orðið neitt fjarveruslys, sem er slys sem veldur því að starfsmaður er óhæfur til að gegna vinnu.LNS Saga er á íslenskri kennitölu, stofnað haustið 2012, og með skrifstofur að Hlíðasmára 4 í Kópavogi. Félagið er dótturfyrirtæki LNS í Noregi, sem stundar verktakastarfsemi um allan heim.
Tengdar fréttir Samningar vegna Þeistareykjavirkjunar undirritaðir Ef allt gengur samkvæmt áætlun munu byggingarframkvæmdir fara fram á þessu ári og því næsta. 13. apríl 2015 15:34 Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15 Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Samningar vegna Þeistareykjavirkjunar undirritaðir Ef allt gengur samkvæmt áætlun munu byggingarframkvæmdir fara fram á þessu ári og því næsta. 13. apríl 2015 15:34
Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15
Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45