„Eigum að rísa upp og stoppa þessa aðför að okkur“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. nóvember 2015 15:56 Guðmundur Ragnarsson er formaður VM. vísir/anton Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segir ljóst að Rio Tinto ætli ekki að semja við starfsmenn sína, nema með því að þvinga fram umtalsverðar breytingar í þá átt að koma sem flestum fastráðnum starfsmönnum út, og fá verktaka í störfin. Sú hagræðing virki þó einungis í eina átt. „Að finna fólk í störfin á lægri launum, aðallega útlendinga sem ekki eru skráðir hér á landi, eins og var gert hjá ÍSAL á þessu ári og þekkist víða í atvinnulífinu í dag,“ segir Guðmundur á vefsíðu félagsins. Kjaradeila starfsmanna álversins í Straumsvík er enn í hnút og virðist engin lausn í sjónmáli. Að sögn Guðmundar hafa deiluaðilar hist í húsakynnum ríkissáttasemjara tuttugu og átta sinnum. Ljóst sé að starfsfólkið skipti fyrirtækið litlu máli – hagnaðurinn sé aðalatriðið. „Ef láta á eftir þeim að fá vinnuna gefins líka, þá er lítið fyrir okkur að hafa, sem samfélag, af veru þeirra hér. Það verður að stoppa þetta í fæðingu. Hin stóriðjufyrirtækin munu fara sömu leið til að skera niður launakostnað, um leið og þau fá færi til. Eflaust með sömu hótunum að vopni. Hótuinina um að ef þau fái ekki sitt fram, muni þau loka, fara.“„Viðbjóðsleg saga um heim allan“ Guðmundur segir Samtök atvinnulífsins ganga erinda Rio Tinto, sem sé til þess fallið að skaða íslenskt samfélag og verða samtökunum til ævarandi skammar. „Rio Tinto er alþjóðlegur auðhringur sem á sér viðbjóðslega sögu um heim allan. Þar sem mannslíf hafa litlu skipt í leit þeirra að auknum hagnaði. Þennan veruleika fáum við nú í andlitið. Við sem samfélag eigum að rísa upp og stoppa þessa aðför að okkur,“ segir hann og bætir við að alþjóðastofnanir hafi varað við þessari þróun. „Skilaboðin frá þessum stofnunum eru; takið á þessu, aukið jöfnuð og greiðið góð laun. Þá mun hagvöxtur aukast.“ Að lokum skorar hann á þingmenn að opna augun og styðja kröfu starfsmanna ÍSAL að fá sömu launahækkanir og aðrir launamenn hafi fengið í undangengnum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. „Ef fyrirtækið er að spila þann ljóta leik að nota starfsfólk sitt, sem margt hefur unnið þar í áratugi, til að fá hagkvæmari raforkusamning þá sýnir það skíteðli eigendanna. Ef þeir ætla að loka, þá ættu stjórnendurinr að hafa kjark til að gera það á réttum forsendum,“ segir Guðmundur. Það sé þó áhyggjuefni, enda afkoma margra í húfi. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir „Enginn launamaður þurft að semja störfin frá sér“ Fundur í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. 25. nóvember 2015 14:13 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segir ljóst að Rio Tinto ætli ekki að semja við starfsmenn sína, nema með því að þvinga fram umtalsverðar breytingar í þá átt að koma sem flestum fastráðnum starfsmönnum út, og fá verktaka í störfin. Sú hagræðing virki þó einungis í eina átt. „Að finna fólk í störfin á lægri launum, aðallega útlendinga sem ekki eru skráðir hér á landi, eins og var gert hjá ÍSAL á þessu ári og þekkist víða í atvinnulífinu í dag,“ segir Guðmundur á vefsíðu félagsins. Kjaradeila starfsmanna álversins í Straumsvík er enn í hnút og virðist engin lausn í sjónmáli. Að sögn Guðmundar hafa deiluaðilar hist í húsakynnum ríkissáttasemjara tuttugu og átta sinnum. Ljóst sé að starfsfólkið skipti fyrirtækið litlu máli – hagnaðurinn sé aðalatriðið. „Ef láta á eftir þeim að fá vinnuna gefins líka, þá er lítið fyrir okkur að hafa, sem samfélag, af veru þeirra hér. Það verður að stoppa þetta í fæðingu. Hin stóriðjufyrirtækin munu fara sömu leið til að skera niður launakostnað, um leið og þau fá færi til. Eflaust með sömu hótunum að vopni. Hótuinina um að ef þau fái ekki sitt fram, muni þau loka, fara.“„Viðbjóðsleg saga um heim allan“ Guðmundur segir Samtök atvinnulífsins ganga erinda Rio Tinto, sem sé til þess fallið að skaða íslenskt samfélag og verða samtökunum til ævarandi skammar. „Rio Tinto er alþjóðlegur auðhringur sem á sér viðbjóðslega sögu um heim allan. Þar sem mannslíf hafa litlu skipt í leit þeirra að auknum hagnaði. Þennan veruleika fáum við nú í andlitið. Við sem samfélag eigum að rísa upp og stoppa þessa aðför að okkur,“ segir hann og bætir við að alþjóðastofnanir hafi varað við þessari þróun. „Skilaboðin frá þessum stofnunum eru; takið á þessu, aukið jöfnuð og greiðið góð laun. Þá mun hagvöxtur aukast.“ Að lokum skorar hann á þingmenn að opna augun og styðja kröfu starfsmanna ÍSAL að fá sömu launahækkanir og aðrir launamenn hafi fengið í undangengnum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. „Ef fyrirtækið er að spila þann ljóta leik að nota starfsfólk sitt, sem margt hefur unnið þar í áratugi, til að fá hagkvæmari raforkusamning þá sýnir það skíteðli eigendanna. Ef þeir ætla að loka, þá ættu stjórnendurinr að hafa kjark til að gera það á réttum forsendum,“ segir Guðmundur. Það sé þó áhyggjuefni, enda afkoma margra í húfi.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir „Enginn launamaður þurft að semja störfin frá sér“ Fundur í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. 25. nóvember 2015 14:13 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
„Enginn launamaður þurft að semja störfin frá sér“ Fundur í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. 25. nóvember 2015 14:13