Við viljum borga myndlistarmönnum Hlynur Hallsson skrifar 20. nóvember 2015 07:00 Það kostar mikið að reka listasafn en þeim peningum er vel varið og reksturinn skilar sér margfalt aftur til samfélagsins. Börn, ungmenni og fullorðnir njóta myndlistar, fræðast um menningu okkar og sögu, sjá hlutina í nýju ljósi og víkka sjóndeildarhringinn, fá tækifæri til að skapa og hrífast með fjölbreyttum verkum listamanna.Allir fá greidd laun Í rekstri listasafns eru margir kostnaðarliðir. Það þarf að borga leigu, rafmagn og hita, tryggingar og tæki og launakostnaður er drjúgur hluti af rekstrinum. Einnig þarf að greiða fyrir prentun, flutninga, smíðavinnu og fleira og fleira. Einn aðili er þó ekki á launum en það er myndlistarmaðurinn sem er að sýna, sá sem allt byrjar og endar á, listamaðurinn sjálfur. Það er mjög einkennilegt. Þetta er sambærilegt við ef allir starfsmenn Alþingis fengju greidd laun nema þingmennirnir. Og þingmennirnir væru þá allir í sjálfboðavinnu því þeim þætti þetta mikilvæga starf svo skemmtilegt og hefðu svo mikla ástríðu fyrir því. Eða þá ef allir í leikhúsinu fengju laun nema höfundur leikritsins – já, eða bara leikararnir, þeir væru í sjálfboðavinnu og ættu að lifa af einhverju öðru en leiklistinni. Nei, svoleiðis er þetta auðvitað ekki og í því ljósi er enn einkennilegra að myndlistarmenn fái ekki greidd laun fyrir sína vinnu við uppsetningu sýninga á listasöfnum.Hálfur ráðherrabíll Listasöfnin vilja borga myndlistarmönnum og málið snýst ekki um stórar upphæðir enda ekki um hálaunastétt að ræða. Listasafnið á Akureyri þyrfti til dæmis jafnvirði hálfs ráðherrabíls á ársgrundvelli til að geta greitt listamönnum laun fyrir sína vinnu í þágu safnsins í heilt sýningarár. En til þess að söfnin geti greitt myndlistarmönnum laun þurfa þau aðeins hærri fjárframlög frá ríki og sveitarfélögum. Væri það ekki sanngjarnt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller skrifar Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen skrifar Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Það kostar mikið að reka listasafn en þeim peningum er vel varið og reksturinn skilar sér margfalt aftur til samfélagsins. Börn, ungmenni og fullorðnir njóta myndlistar, fræðast um menningu okkar og sögu, sjá hlutina í nýju ljósi og víkka sjóndeildarhringinn, fá tækifæri til að skapa og hrífast með fjölbreyttum verkum listamanna.Allir fá greidd laun Í rekstri listasafns eru margir kostnaðarliðir. Það þarf að borga leigu, rafmagn og hita, tryggingar og tæki og launakostnaður er drjúgur hluti af rekstrinum. Einnig þarf að greiða fyrir prentun, flutninga, smíðavinnu og fleira og fleira. Einn aðili er þó ekki á launum en það er myndlistarmaðurinn sem er að sýna, sá sem allt byrjar og endar á, listamaðurinn sjálfur. Það er mjög einkennilegt. Þetta er sambærilegt við ef allir starfsmenn Alþingis fengju greidd laun nema þingmennirnir. Og þingmennirnir væru þá allir í sjálfboðavinnu því þeim þætti þetta mikilvæga starf svo skemmtilegt og hefðu svo mikla ástríðu fyrir því. Eða þá ef allir í leikhúsinu fengju laun nema höfundur leikritsins – já, eða bara leikararnir, þeir væru í sjálfboðavinnu og ættu að lifa af einhverju öðru en leiklistinni. Nei, svoleiðis er þetta auðvitað ekki og í því ljósi er enn einkennilegra að myndlistarmenn fái ekki greidd laun fyrir sína vinnu við uppsetningu sýninga á listasöfnum.Hálfur ráðherrabíll Listasöfnin vilja borga myndlistarmönnum og málið snýst ekki um stórar upphæðir enda ekki um hálaunastétt að ræða. Listasafnið á Akureyri þyrfti til dæmis jafnvirði hálfs ráðherrabíls á ársgrundvelli til að geta greitt listamönnum laun fyrir sína vinnu í þágu safnsins í heilt sýningarár. En til þess að söfnin geti greitt myndlistarmönnum laun þurfa þau aðeins hærri fjárframlög frá ríki og sveitarfélögum. Væri það ekki sanngjarnt?
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar