Byggðalínan löskuð á tveimur stöðum Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2015 10:31 Flestir notendur eru nú komnir með rafmagn á ný. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Stefán Umtalsvert tjón varð á flutningskerfi Landsnets í óveðrinu sem gekk yfir landið í gærkvöldi og í nótt. Í tilkynningu frá Landsneti kemur fram að flestir notendur séu nú komnir með rafmagn á ný. „Tvær línur í byggðalínuhringnum eru laskaðar og er kerfið nú rekið í minni einingum, eða svokölluðum eyjaresktri. Auk þess eru fimm aðrar línur úti og staðfestar skemmdir á sumum þeirra. Vinnuflokkar frá Landsneti undirbúa viðgerðir og eru ýmist farnir af stað eða fara um leið og færi gefst en ófært er enn víða um land og því erfitt um vik. Rangárvallalína 1, milli Varmahlíðar og Akureyrar, er löskuð í Blönduhlíð í Skagafirði. Þar féllu vírarnir á þjóðvegi eitt. Á byggðalínuhringnum er einnig Teigarhornslína 1, milli Hryggstekks í Skriðdal og Teigarhorns, ekki í rekstri. Fimm aðrar línur í byggðalínuhringum eru einnig úti og er óvíst um ástand þeirra. Þetta eru Eyvindarárlína 1, milli Hryggstekks og Eyvindarár við Egilsstaði, Kópaskerslína 1, út á Kópasker, og þrjár línur á Vestfjörðum. Þær eru Ísafjarðarlína 1, milli Breiðadals og Ísafjarðar, Breiðadalslína 1, milli Mjólkárvirkjunar og Breiðadals við Önundarfjörð, og Bolungarvíkurlína 1, milli Breiðadals og Bolungarvíkur. Óljóst er með ástandið á línunum fyrir vestan og fá Vestfirðingar nú rafmagn frá Mjólkárvirkjun og varaaflsstöðvum en staðfest er verulegt tjón á Kópaskerslínu, þar sem að minnsta kosti 10 staurastæður eru skemmdar, og fá íbúar á svæðinu rafmagn frá varaaflsstöð. Mesta straumleysið í nótt varð á Norðurlandi, á Eyjafjarðarsvæðinu og Akureyri, þegar bæði Rangárvallalína 1 og Kröflulína 1 leystu út, og á norðanverðum Vestfjörðum. Einnig urðu rafmagnstruflanir víðar um landið, s.s. á Austfjörðum og á Suðurlandi. Orsakir voru fyrst og fremst mjög mikill vindur ásamt ísingu, einkum á Austurlandi og Vestfjörðum. Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á raforkukerfi Landsnets í óveðrinu í nótt en aðaláhersla er nú lögð á að viðgerðir. Vinnuflokkar Landsnets hafa verið kanna ástandið í nótt og eru að skipuleggja viðgerðir og taka til varahluti. Víða er erfitt um vik vegna ófærðar en reynt verður að hraða viðgerðum eins og hægt er,“ segir í tilkynningunni. Veður Tengdar fréttir Rafmagnslaust á Vesturlandi Vinnuflokkur frá Borgarnesi hefur hafið bilanaleit. 8. desember 2015 09:42 Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið daginn eftir storminn Veðrið gengið yfir landið að mestu en enn vindasamt. Rafmagn komið á aftur á flestum stöðum, 8. desember 2015 06:28 Strætó kemst ekki á rétt ról fyrr en um hálf níu Strætó mun ekki hefja akstur samkvæmt leiðakerfi strax núna í morgunsárið. Í tilkynningu frá Strætó segir að mesti vindur eigi að vera genginn yfir um kl.08 og verða vagnarnir komnir á rétt ról um kl.08:30 samkvæmt leiðakerfi. 8. desember 2015 07:10 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Umtalsvert tjón varð á flutningskerfi Landsnets í óveðrinu sem gekk yfir landið í gærkvöldi og í nótt. Í tilkynningu frá Landsneti kemur fram að flestir notendur séu nú komnir með rafmagn á ný. „Tvær línur í byggðalínuhringnum eru laskaðar og er kerfið nú rekið í minni einingum, eða svokölluðum eyjaresktri. Auk þess eru fimm aðrar línur úti og staðfestar skemmdir á sumum þeirra. Vinnuflokkar frá Landsneti undirbúa viðgerðir og eru ýmist farnir af stað eða fara um leið og færi gefst en ófært er enn víða um land og því erfitt um vik. Rangárvallalína 1, milli Varmahlíðar og Akureyrar, er löskuð í Blönduhlíð í Skagafirði. Þar féllu vírarnir á þjóðvegi eitt. Á byggðalínuhringnum er einnig Teigarhornslína 1, milli Hryggstekks í Skriðdal og Teigarhorns, ekki í rekstri. Fimm aðrar línur í byggðalínuhringum eru einnig úti og er óvíst um ástand þeirra. Þetta eru Eyvindarárlína 1, milli Hryggstekks og Eyvindarár við Egilsstaði, Kópaskerslína 1, út á Kópasker, og þrjár línur á Vestfjörðum. Þær eru Ísafjarðarlína 1, milli Breiðadals og Ísafjarðar, Breiðadalslína 1, milli Mjólkárvirkjunar og Breiðadals við Önundarfjörð, og Bolungarvíkurlína 1, milli Breiðadals og Bolungarvíkur. Óljóst er með ástandið á línunum fyrir vestan og fá Vestfirðingar nú rafmagn frá Mjólkárvirkjun og varaaflsstöðvum en staðfest er verulegt tjón á Kópaskerslínu, þar sem að minnsta kosti 10 staurastæður eru skemmdar, og fá íbúar á svæðinu rafmagn frá varaaflsstöð. Mesta straumleysið í nótt varð á Norðurlandi, á Eyjafjarðarsvæðinu og Akureyri, þegar bæði Rangárvallalína 1 og Kröflulína 1 leystu út, og á norðanverðum Vestfjörðum. Einnig urðu rafmagnstruflanir víðar um landið, s.s. á Austfjörðum og á Suðurlandi. Orsakir voru fyrst og fremst mjög mikill vindur ásamt ísingu, einkum á Austurlandi og Vestfjörðum. Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á raforkukerfi Landsnets í óveðrinu í nótt en aðaláhersla er nú lögð á að viðgerðir. Vinnuflokkar Landsnets hafa verið kanna ástandið í nótt og eru að skipuleggja viðgerðir og taka til varahluti. Víða er erfitt um vik vegna ófærðar en reynt verður að hraða viðgerðum eins og hægt er,“ segir í tilkynningunni.
Veður Tengdar fréttir Rafmagnslaust á Vesturlandi Vinnuflokkur frá Borgarnesi hefur hafið bilanaleit. 8. desember 2015 09:42 Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið daginn eftir storminn Veðrið gengið yfir landið að mestu en enn vindasamt. Rafmagn komið á aftur á flestum stöðum, 8. desember 2015 06:28 Strætó kemst ekki á rétt ról fyrr en um hálf níu Strætó mun ekki hefja akstur samkvæmt leiðakerfi strax núna í morgunsárið. Í tilkynningu frá Strætó segir að mesti vindur eigi að vera genginn yfir um kl.08 og verða vagnarnir komnir á rétt ról um kl.08:30 samkvæmt leiðakerfi. 8. desember 2015 07:10 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Rafmagnslaust á Vesturlandi Vinnuflokkur frá Borgarnesi hefur hafið bilanaleit. 8. desember 2015 09:42
Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið daginn eftir storminn Veðrið gengið yfir landið að mestu en enn vindasamt. Rafmagn komið á aftur á flestum stöðum, 8. desember 2015 06:28
Strætó kemst ekki á rétt ról fyrr en um hálf níu Strætó mun ekki hefja akstur samkvæmt leiðakerfi strax núna í morgunsárið. Í tilkynningu frá Strætó segir að mesti vindur eigi að vera genginn yfir um kl.08 og verða vagnarnir komnir á rétt ról um kl.08:30 samkvæmt leiðakerfi. 8. desember 2015 07:10