Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins varar við því að veður gæti raskað skólastarfi í fyrramálið. Veðurspáin bendir til að börn gætu átt erfitt með að komast í skóla, segir í tilkynningu slökkviliðsins.
Sjá einnig: Það sem þú þarft að vita um veðrið
„Stefnt er að því að grunnskólar verði opnir en röskun gæti orðið á starfi þeirra,“ segir í tilkynningunni. Eru forráðamenn barna beðnir um að fylgjast vel með veðurspám og tilkynningum.
Vísir mun fylgjast grannt með spánum og foreldrar geta sótt nýjustu upplýsingar hingað.
Innlent