Erlent

Stórbruni í fátækrahverfi í Mumbai

Atli Ísleifsson skrifar
Hverfið er mjög þéttbýlt sem gerði slökkviliði og björgunarmönnum erfitt fyrir að ná tökum á eldinum.
Hverfið er mjög þéttbýlt sem gerði slökkviliði og björgunarmönnum erfitt fyrir að ná tökum á eldinum. Vísir/AFP
Tveir fórust og nokkrir hafa við fluttir á sjúkrahús eftir að mikill bruni kom upp í Kandivli, fátækrahverfi í indversku borginni Mumbai.

Reuters greinir frá því að tilkynnt hafi verið um nokkrar gassprengingar í vöruhúsnæði sem leiddi til þess að eldurinn dreifðist hratt.

Hverfið er mjög þéttbýlt sem gerði slökkviliði og björgunarmönnum erfitt fyrir að ná tökum á eldinum.

Rúmlega hundrað heimili eyðilögðust í brunanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×