Erlent

Hæsta viðvörunarstig vegna gríðarmikillar mengunar í Peking

Atli Ísleifsson skrifar
Appelsínugulu viðvörunarstigi, eða næsthæsta viðvörunarstigi, var í fyrsta sinn komið á í febrúar 2014. Slík viðvörun var síðast komið á í síðustu viku.
Appelsínugulu viðvörunarstigi, eða næsthæsta viðvörunarstigi, var í fyrsta sinn komið á í febrúar 2014. Slík viðvörun var síðast komið á í síðustu viku. Vísir/AFP
Kínversk yfirvöld hafa í fyrsta sinn komið á rauðu eða hæsta viðvörunarstigi í höfuðborginni Peking vegna gríðarmikillar mengunar.

Umhverfisyfirvöld í borginni hafa hvatt íbúa til að lágmarka hvers kyns utanhúsiðju og að fólk notist við andlitsgrímur sé fólk á ferli utandyra.

Búið er að loka dagheimilum og skólum og helmingi bílaeiganda hefur verið gert að leggja bílum sínum.

Xi Jinping, forseti landsins, hét því við opnun loftslagsráðstefnunnar í París að Kínverjar myndu draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Appelsínugulu viðvörunarstigi, eða næsthæsta viðvörunarstigi, var í fyrsta sinn komið á í febrúar 2014. Slík viðvörun var síðast komið á í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×