Erlent

Farþegavél nauðlenti í Búdapest vegna sprengjuhótunar

Atli Ísleifsson skrifar
Vélin var á leið frá Berlín í Þýskalandi til egypsku ferðamannaborginnar Hurghada. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Vélin var á leið frá Berlín í Þýskalandi til egypsku ferðamannaborginnar Hurghada. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Farþegavél var nauðlent í ungversku höfuðborginni Búdapest fyrr í dag eftir að sprengjuhótun barst. Vélin var á leið frá Berlín í Þýskalandi til egypsku ferðamannaborginnar Hurghada.

Viktoria Csiszer-Kovacs, talsmaður ungversku lögreglunnar, segir lögreglu nú framkvæma leit meðal farþega og í farangursrými. Sprengjuhótunin beindist að flugfélaginu, en Csiszer-Kovacs gaf ekki upp nafn flugfélagsins.

224 manns fórust þegar sprenging varð í rússneskri farþegavél á leið frá Sharm el-Sheikh í Egyptalandi til Pétursborgar í lok októbermánaðar.

Uppfært 15:53: Engin sprengiefni fundust í vélinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×