Erlent

Stjórnarandstaðan vann sigur í þingkosningunum í Venesúela

Atli Ísleifsson skrifar
Nicolas Maduro forseti hefur þegar viðurkennt ósigurinn.
Nicolas Maduro forseti hefur þegar viðurkennt ósigurinn. Vísir/AFP
Stjórnarandstaðan í Venesúela vann sigur í venesúölsku þingkosningunum sem fram fóru í gær.

Sósíalistar úr flokki forsetans, Nicolas Madura, hafa ráðið þar ríkjum í næstum tvo áratugi samfleytt.

Maduro forseti hefur þegar viðurkennt ósigurinn en búist er við að núverandi stjórnarandstaða nái að minnsta kosti 112 sætum og þar með meirihluta á þinginu.

Það mun gera þeim kleift að setja lög sem myndu leysa pólitíska fanga úr haldi, svo dæmi sé tekið og að afturkalla ýmsar umdeildar ráðningar í æðstu embætti landsins.

Stjórnkerfið í Venesúela er þó þannig uppbyggt að á meðan Maduro er enn forseti er flokkur hans, enn afar valdamikill í landinu. Þetta er þó talið mikið áfall fyrir Maduro, sem er arftaki hins litríka en umdeilda Hugo Chavez, sem stjórnaði Venesúela um árabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×