Sport

Carolina getur ekki tapað

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cam Newton, leikstjórnandi Panthers, fagnar í nótt.
Cam Newton, leikstjórnandi Panthers, fagnar í nótt. vísir/getty
Ótrúlegt gengi Carolina Panthers í NFL-deildinni hélt áfram í nótt á meðan New England Patriots tapaði öðrum leik sínum í röð.

Carolina sótti New Orleans Saints heim í svakalegum leik þar sem liðin skiptust á að hafa forystuna allan leikinn. Carolina gerði þó betur er á þurfti að halda og tryggði sér þriggja stiga sigur. Tólf leikir og tólf sigrar takk fyrir.

Meistarar New England Patriots hafa lent í miklum skakkaföllum síðustu vikur og eftir tíu sigurleiki í röð þá tapaði liðið sínum fyrsta leik fyrir viku síðan gegn Denver Broncos.

Öll meiðslin höfðu síðan mikil áhrif í gær er liðið tapaði afar óvænt á heimavelli gegn Philadelphia sem hefur ekki beint verið að gera flotta hluti í vetur.

Peyton Manning-laust lið Denver vann síðan sinn þriðja leik í röð með Brock Osweiler sem leikstjórnanda. Aftur lék Osweiler vel og Manning getur því verið slakur að sinna sínum meiðslum.

Úrslit:

Buffalo-Houston  30-21

Chicago-San Francisco  20-26

Cleveland-Cincinnati  3-37

Miami-Baltimore  15-13

Minnesota-Seattle  7-38

NY Giants-NY Jets  20-23

St. Louis-Arizona  3-27

Tampa Bay-Atlanta  23-19

Tennessee-Jacksonville  42-39

Oakland-Kansas City  20-34

San Diego-Denver  3-17

New England-Philadelphia  28-35

New Orleans-Carolina  38-41

Pittsburgh-Indianapolis  45-10

Í nótt:

Dallas - Washington

Staðan í NFL-deildinni.

Tom Brady var að vonum svekktur í nótt.vísir/getty
NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×