Erlent

Forseti FIDE stígur til hliðar

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Kirsan Ilyumzhinov verðlaunar Magnus Carlssen, heimsmeistara í skák árið 2013.
Kirsan Ilyumzhinov verðlaunar Magnus Carlssen, heimsmeistara í skák árið 2013. Nordicphotos/AFP
Kirsan Iljúmtsjínov, forseti Alþjóðaskáksambandsins (FIDE), hefur ákveðið að stíga tímabundið til hliðar. Georgios Makro­poulos gegnir embættinu á meðan.

Ástæðan er refsiaðgerðir Bandaríkjanna gagnvart Iljúmtsjínov. Tengsl hans við Sýrland eru afar náin en honum er gefið að sök að hafa aðstoðað Assad Sýrlandsforseta og Seðlabanka Sýrlands við að flytja fjármagn til og frá Sýrlandi.

Iljúmtsjínov á sér skrautlega fortíð, en hann naut áhrifa í gegn um KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna, var góðvinur Muammars Gaddafi, fyrrverandi leiðtoga Líbíu, og trúir staðfastlega á tilvist geimvera og telur sig hafa verið numinn á brott af þeim árið 1997.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×