Erlent

Þúsund þurft að flýja heimili sín

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Björgunarfólk ferjar íbúa í Carlisle á gúmmíbátum.
Björgunarfólk ferjar íbúa í Carlisle á gúmmíbátum. Fréttablaðið/AFP
Yfir þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín á Bretlandi vegna stormsins Desmond síðustu daga. Mikið hvassviðri með úrkomu hefur gengið yfir England norðvestanvert og austurströnd Skotlands.

Flóð vegna veðursins eru sögð þau mestu í manna minnum. Í gær voru um 55 þúsund heimili án rafmagns. Breski herinn aðstoðar íbúa. Tilkynnt hefur verið um eitt dauðsfall af völdum flóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×