Erlent

Tveir særðust í hnífaárásinni í Lundúnum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Árásin átti sér stað á Leytonstone lestarstöðinni.
Árásin átti sér stað á Leytonstone lestarstöðinni. Vísir/AFP
Tveir særðust í hnífaárás á neðanjarðarlestarstöð í Lundúnum í gærkvöldi. Lögreglan hafði áður sagt þrjá hafa særst. Maðurinn réðist á fólk af handahófi að sögn sjónarvotta en hann var yfirbugaður með rafbyssu. 

Maðurinn var yfirbugaður með rafbyssu.
Breskir fjölmiðlar hafa birt myndband af því þegar lögreglan yfirbugaði manninn. Þar sést hann falla í jörðina eftir að hafa ógnað fólki með hnífnum. Lögreglan kom á vettvang um fimm mínútum eftir að tilkynning barst en maðurinn var yfirbugaður þremur mínútum síðar.

56 ára gamall maður hlaut alvarlega áverka, þó ekki lífshættulega, en hin manneskjan sem meiddist þurfti ekki á læknisaðstoð að halda.

Ef niðurstaða rannsóknar staðfestir að um hryðjuverkaárás sé að ræða, eins og grunur er um, er þetta fyrsta slíka árásin sem gerð er í Bretlandi síðan 2013. Eins og Vísir sagði frá í morgun sagðist maðurinn fremja verknaðinn fyrir Sýrland. Árásin átti sér stað á Leytonstone lestarstöðinni í austur London um klukkan sjö í gærkvöld. 


Tengdar fréttir

Sagði árásina fyrir Sýrland

Maðurinn sem særði þrjá í hnífstunguárás í Lundúnum í gærkvöldi sagðist hafa gert það fyrir Sýrland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×