Erlent

Leiðtogi Pegida í Bretlandi segir af sér eftir skelfilegt viðtal

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tim Scott var talsmaður Pegida þangað til hann fór í viðtalið á Channel 4.
Tim Scott var talsmaður Pegida þangað til hann fór í viðtalið á Channel 4. Skjáskot úr viðtali Channel 4
Tim Scott, leiðtogi Pegida í Bretlandi, neyddist til að segja af sér í gær aðeins nokkrum klukkustundum eftir að brot úr viðtali við hann á Channel 4 fór sem eldur í sinu um netheima. Scott lýsti áhyggjum sínum yfir þeim áhrifum sem Islam hafi og geti haft á Breta en óhætt er að segja að honum hafi vafist tunga um tönn.

Scott er fyrrverandi hermaður sem barðist fyrir Breta í Afganistan. Í viðtalsbrotinu sem má sjá hér að neðan reynir hann að færa rök fyrir því af hverju ógnin af Islam í Bretlandi sé svo mikil.

Watch: Alex Thomson challenges the leader of the UK branch of far-right organisation Pegida – about whether Britain could become like Iraq.

Posted by Channel 4 News on Friday, December 4, 2015
Scott segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér að ákvörðunin að yfirgefa Pegida hefði verið erfið. Dagurinn sem viðtalsbrotið fór í loftið hefði verið afar erfiður. 

„Allt útaf einni klippu úr viðtali á Channel 4 sem augljóslega var klippt til að það hentaði sjónarhorni vinstri manna.“

Hann benti þó á að hann hefði ekki verið plataður í umrætt viðtal. 

Tommy Robinson, fyrrverandi leiðtogi English Defence League (EDL) sem hafa farið mikinn í umræðu gegn múslimum í Bretlandi, mun taka við formennsku af Scott að því er Independent greinir frá.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×