Erlent

Á fjórða tug ISIS liða féllu í Raqqa

Bandaríkjamenn og Rússar hófu loftárásir í Sýrlandi í september.
Bandaríkjamenn og Rússar hófu loftárásir í Sýrlandi í september. vísir/epa
Að minnsta kosti þrjátíu og tveir vígamenn ISIS féllu í dag í loftárásum sem gerðar voru á borgina Raqqa í Sýrlandi, höfuðvígi samtakanna. Breska ríkisútvarpið hefur þetta eftir Rami Adbdul-Rahman, stjórnanda sýrlensku mannréttindavaktarinnar, sem segir fjörutíu til viðbótar hafa særst í árásunum.

Fimmtán árásir voru gerðar á þrjár stöðvar Íslamska ríkisins í borginni og talið er að þær hafi verið á vegum Bandaríkjahers. Rahman segir að tala látinna muni líklega hækka, því umræddar tölur komi einungis frá einu sjúkrahúsi.

Bandaríkjamenn og Rússar hófu loftárásir í Sýrlandi í september. Þá eru einungis nokkrir dagar frá því að loftárásir Breta í Sýrlandi hófust, eftir að þær voru samþykktar í breska þinginu, og hafa Þjóðverjar einnig samþykkt að taka þátt í lofthernaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×