Erlent

Þúsund þurft að flýja heimili sín

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Flóðin eru þau mestu í manna minnum.
Flóðin eru þau mestu í manna minnum. vísir/getty
Yfir eitt þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín vegna stormsins Desmond sem valdið hefur miklum flóðum á norðvestanverðu Englandi og við austurströnd Skotlands. Flóðin eru þau mestu í manna minnum og eru um 55 þúsund heimili án rafmagns. Næst hæsta viðvörunarstig er í gildi vegna veðursins.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, fundaði með almannavörnum í gær og var ákvörðun tekin um að virkja herinn til að aðstoða þá sem þurfa á að halda.

Samkvæmt bráðabirgðatölum mældist sólarhringsúrkoma 352 millimetrar, sem er mesta sólarhringsúrkoma sem mælst hefur í Bretlandi.

Storminn hefur tekið að lægja, en gert er ráð fyrir þó nokkurri úrkomu næstu daga.  Þá eru framundan afar kostnaðarsamar viðgerðir.

vísir/getty
vísir/getty
vísir/getty
Kendal Floods 2015 Shap Road

Shap Road, Furmanite and Kendal Cricket Club flooded December 2015. Feel free to like and share (no copyright).

Posted by Hovershotz on Sunday, December 6, 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×