Erlent

Fleiri en ein fjöldaskotárás í Bandaríkjunum á dag

Ólöf Skaftadóttir skrifar
„Við skulum ekki láta svona mannfórnir verða að hversagslegri venju,” sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti í ræðu sinni eftir enn eina skotárásina á hóp af varnalausu fólki í Bandaríkjunum, nánar til tekið í Colorado Springs, í síðustu viku.



Ítrekuð varnaðarorð forsetans í þessa veru virðast ekki hafa mikla þýðingu, sé tekið tillit til fjölda skotárása sem orðið hafa þar í landi það sem af er ári, sú síðasta nú á miðvikudag.



 

Tölurnar tala sínu máli - 354 fjöldamorð byssumanna hafa átt sér stað árinu sem nú er að líða, meira en eitt á dag að meðaltali. Þessi staðreynd undirstrikar eina af skuggahliðum hins mikla ríkis i vestri.

Þessar napurlegu tölur hafa auðvitað orðið uppspretta umræðu um vopnaburð lögreglu og stjórnarskrárvarða skotvopnaeign almennings þar í landi. 

Efasemdir um að lögregla með byssu komi í veg fyrir glæpi fá æ meiri hljómgrunn. Kröfur um að stemma þurfi stigu við rót vandans, frumstæðri byssumenningu sem einkennist af almennri skotvopnaeign og þungvopnaðri lögreglu á öllum götuhornum verða tíðari og háværari.  Fróðlegt verður að fylgjast með umræðunni um þennan smánarblett á samfélaginu vestanhafs næstu misserin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×