Erlent

Sagði árásina fyrir Sýrland

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
„Þetta er fyrir Sýrland,“ öskraði maðurinn áður en hann lét til skarar skríða.
„Þetta er fyrir Sýrland,“ öskraði maðurinn áður en hann lét til skarar skríða. vísir/epa
Maðurinn sem særði þrjá í hnífstunguárás í Lundúnum í gærkvöldi sagðist hafa gert það fyrir Sýrland. Hann réðist á fólk af handahófi að sögn sjónarvotta, og á farsímaupptöku má sjá hann hóta öðru fólki áður en lögreglu tókst að yfirbuga hann með rafbyssu.

Árásin átti sér stað á Leytonstone lestarstöðinni í austur London um klukkan sjö í gærkvöld. Einn særðist alvarlega en hinir tveir eru ekki í lífshættu, að sögn breskra lögregluyfirvalda. Hún er rannsökuð sem hryðjuverk, en þetta er fyrsta hryðjuverkaárásin í Bretlandi síðan í maí 2013.

Myndskeið eru tekin að birtast af árásinni og á einu þeirra má sjá stóra blóðpolla við miðasölu stöðvarinnar. Þá hefur lögregla beðið þá sem eiga upptöku af árásinni að gefa sig fram.

Einungis nokkrir dagar eru síðan loftárásir Breta í Sýrlandi hófust, eftir að þær voru samþykktar í breska þinginu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×