Erlent

Þrír særðir eftir hnífstunguárás í London

Árásin átti sér stað í Leytonstone lestarstöðinni.
Árásin átti sér stað í Leytonstone lestarstöðinni. vísir/getty
Þrír særðust í hnífaárás við neðanjarðarlestarstöð í austurhluta London í kvöld, þar af einn alvarlega. Árásarmaðurinn er nú í haldi lögreglu og er málið í rannsókn. BBC greinir frá.

Lögregluyfirvöld í Bretlandi segjast rannsaka málið sem hryðjuverk. Enn sé hryðjuverkaógnin í landinu mikil, sem þýði að afar líklegt sé að hryðjuverkverði framin.

Árásin átti sér stað á sjöunda tímanum í kvöld. Samgöngukerfið er farið úr skorðum og ekki verða farnar ferðir frá Liverpool Street, Woodford og Newbury Park í nótt. Þá hafa miklar tafir orðið á öðrum ferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×