Innlent

Bað Margréti Frímanns afsökunar úr pontu á Alþingi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Helgi Hrafn Gunnarsson pírati hringdi líka í fráfarandi fangelsisstjórann á Litla-Hrauni til að biðja hana afsökunar.
Helgi Hrafn Gunnarsson pírati hringdi líka í fráfarandi fangelsisstjórann á Litla-Hrauni til að biðja hana afsökunar. Vísir/Vilhelm
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, bað Margréti Frímannsdóttur, fráfarandi fangelsisstjóra á Litla-Hrauni, afsökunar bæði í síma og úr pontu á Alþingi vegna ræðu sem hann hélt úr sömu pontu.

Margrét er, eins og frægt er orðið, búin að segja upp störfum á Litla-Hrauni.Vísir/GVA
Í ræðunni sem Helgi baðst afsökunar á sagði hann að Litla-Hraun búi við algjörlega óboðlegar aðstæður, bæði fyrir fanga og fangaverði, og að Margrét hefði sagt upp störfum vegna þess að hún teldi sig ekki lengur ráða við aðstæðurnar, eftir því sem hann skildi.

„En ég skildi rangt,“ sagði Helgi hins vegar í afsökunarbeiðninni. „Ég hef aldrei heyrt hana segja það og ég hef einungis gert mína eigin tilfinningu fyrir málaflokknum að hennar orðum, sem er sá að hann sé í molum og að þetta sé ekki hægt.“

Helgi sagðist strax að lokinni ræðu séð að sér, hringt í hana og beðið hana afsökunar. „Og fannst rétt að koma hér og tilkynna það og biðja þingheim einnig afsökunar,“ sagði hann á þingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×