Erlent

Konur mega taka þátt í bardögum

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Bagdad 2003.
Frá Bagdad 2003. Vísir/EPA
Herdeildir Bandaríkjanna munu leyfa konum að taka þátt í bardögum. Nærri því þrjú ár eru síðan hernaðaryfirvöld þar í landi skipuðu til um að opna ætti allar stöður herafla Bandaríkjanna fyrir konum. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Ash Carter, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í gærkvöldi. 

„Svo lengi sem þær ná takmörkunum og stöðlum, munu konur nú geta tekið þátt í verkefnum okkar sem aldrei fyrr,“ sagði Carter. „Þær munu geta keyrt skriðdreka, skotið úr sprengjuvörpum og leitt hermenn í orrustu.“



Sjá einnig: Fyrstu konurnar útskrifast úr einum erfiðasta skóla hersins

Konur munu geta þjónað í öllum deildum herafla Bandaríkjanna og var undanþágubeiðni landgönguliðsins hafnað. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði breytinguna vera sögulegt skref áfram og að aukin þátttaka kvenna myndi styrkja herafla landsins enn frekar.

Þrjú hundruð þúsund konur voru sendar til Íraks og Afganistan á undanförnum árum og tóku þær reglulega þátt í bardögum. Þegar berjast konur í löndum eins og Kanda og Ísrael, en það er ekki mikil eftirspurn eftir því í flestum aðildarríkjum NATO.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×