Erlent

Segja hlé á Schengen- samstarfinu til umræðu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Um 1,2 milljónir flóttamanna hafa lagt leið sína inn á Schengen-svæðið frá Miðausturlöndum og Norður-Afríku það sem af er ári.
Um 1,2 milljónir flóttamanna hafa lagt leið sína inn á Schengen-svæðið frá Miðausturlöndum og Norður-Afríku það sem af er ári. Vísir/AFP
Ráðherrar aðildarríkja ESB ræða í dag þann möguleika að gera tímabundið hlé á Schengen-samstarfinu þar sem flóttamannastraumurinn hafi opinberað „alvarlega annmarka“ á grísku landamærunum sem ógni svæðinu öllu. Financial Times (FT) greinir frá þessu, en innanríkisráðherrar aðildarríkja munu koma saman til fundar í Brussel í dag.

Í svari til fréttastofu í gærkvöldi vísar Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, því á bug að þessi umræða standi fyrir dyrum, enda hafi engar slíkar hugmyndir verið viðraðar af aðildarríkjunum. „Þvert á móti snýr umræðan að því hvernig megi tryggja hefðbundna og snurðulausa framkvæmd Schengen-reglna og auka öryggi og vörslu á ytri landamærum svæðisins, þrátt fyrir krefjandi aðstæður,“ segir hún.

Um 1,2 milljónir flóttamanna hafa lagt leið sína inn á Schengen-svæðið frá Miðausturlöndum og Norður-Afríku það sem af er ári. Möguleikinn á að beita „26. greininni“ kemur fram í minnisblaði sem Financal Times segir að lagt verði fyrir fund innanríkisráðherranna og hefur verið lekið til blaðsins. Lúxemborg er í forsæti ráðherraráðs ESB um þessarar mundir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×