Erlent

Um 300 hafa látið lífið í monsúnrigningum í Indlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Rúmlega tvö þúsund manns hafa neyst til að yfirgefa heimili sín vegna flóðanna.
Rúmlega tvö þúsund manns hafa neyst til að yfirgefa heimili sín vegna flóðanna. Vísir/AFP
Áætlað er að um 270 manns hafi látið lífið í flóðum í indverska ríkinu Tamil Nadu í suðurhluta landsins síðastu daga. Rigningarnar eru þær mestu á svæðinu í rúma öld.

Búist er við frekari úrkomu næstu tvo sólarhringana og hefur herlið verið sent á vettvang til að aðstoða íbúa í Madras, fjórðu stærstu borg Indlands, sem einnig gengur undir nafninu Chennai.

Í frétt á vef SVT kemur fram að rúmlega tvö þúsund manns hafi neyst til að yfirgefa heimili sín vegna flóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×