Erlent

Þjóðaröryggisráðgjafi Clinton forseta látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Sandy Berger og Bill Clinton árið 2000.
Sandy Berger og Bill Clinton árið 2000. Vísir/AFP
Sandy Berger, þjóðaröryggisráðgjafi Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er látinn, sjötugur að aldri.

CNN greinir frá því að talsmaður ráðgjafafélags Berger hafi staðfest að hann hafi andast í morgun.

Berger gegndi embætti þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjaforseta frá 1997 þar til Clinton lét af embætti í ársbyrjun 2001. Hann gegndi áður embætti aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjaforseta, frá 1993 til 1997.

Condoleezza Rice tók við embætti þjóðaröryggisráðgjafa af Berger árið 2001, þegar George W. Bush tók við embætti forseta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×