Erlent

Stjórnlagadómstóll Spánar ógildir ályktun Katalóna um sjálfstæði

Atli Ísleifsson skrifar
Leiðtogar Katalóníu sem kosnir voru í september hafa áður sagst ætla að hunsa dóma stjórnlagadómstólsins.
Leiðtogar Katalóníu sem kosnir voru í september hafa áður sagst ætla að hunsa dóma stjórnlagadómstólsins. Vísir/EPA
Stjórnlagadómstóll Spánar ógilti í morgun ályktun þings Katalóníu um að hefja aðskilnað héraðsins frá Spáni.

Þing Katalóníu samþykkti ályktunina í nóvember þar sem ákveðið var að stofna lýðveldi innan átján mánaða.

Í frétt Reuters kemur fram að aðskilnaðarferlið hafi verið stöðvað þann 11. nóvember á meðan meðan ákvörðunar dómstólsins var beðið.

Leiðtogar Katalóníu sem kosnir voru í september hafa áður sagst ætla að hunsa dóma stjórnlagadómstólsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×