Erlent

Anonymous fer fram á að Youtube myndband verði fjarlægt

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá hrekknum.
Frá hrekknum.
Hakkarasamtökin Anonymous hafa farið fram á að Sam Pepper fjarlægi myndband af Youtuberás sinni. Annars kalli hann yfir sig reiði samtakanna. Myndbandið er af hrekk þar sem látið er líta út fyrir að ungur maður verði vitni að morði vinar síns og heitir: KILLING BEST FRIEND PRANK.

Um er að ræða þá Sam Golbach og Colby Brock, sem reka einnig rás á YoutubeColby tók þátt í hrekknum. Á myndbandinu má sjá þá tvo og virðist sem að bíll þeirra sé bilaður. Þá er þeim rænt. Sam og Colby eru færðir upp á húsþak þar sem Colby virðist vera skotinn í höfuðið og greinilegt er að Sam gerir sér ekki grein fyrir að um hrekk er að ræða.

Í lok myndbandsins hrósar Sam þó þeim Pepper og Colby fyrir vel heppnaðan hrekk.

Hrekkurinn hefur verið gagnrýndur mjög á samfélagsmiðlum vegna innihaldsins. Sam sjálfur segir þó að gagnrýnin sé byggð á röngum forsendum og sendi frá sér meðfylgjandi tilkynningu.

Snemma í morgun birtu Anonymous samtökin röð tísta sem fjölluðu um myndbandið. Þar segir að Sam Pepper megi skammast sín fyrir þennan hrekk sem og forsvarsmenn Youtube. Verði myndbandið ekki fjarlægt kalli Sam Pepper yfir sig reiði Anonymous og helvíti.

Youtube ætlar ekki að fjarlæga myndbandið þar sem það brýtur ekki gegn skilmálum myndbandaveitunnar.

Þá segja samtökin að myndbandið líki eftir aftökum Íslamska ríkisins.

Þó hafa einhverjir svarað Anonymous og gagnrýnt þá. „Finnst engum öðrum skrítið að samtök sem snúast um frelsi og berjast gegn ritskoðun séu að nota ótta til að fá sínu framgengt?“

Hrekkurinn umræddi. Hrekkurinn sem Sam og Colby gerðu með Pepper.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×