Erlent

Flugslysið á Jövuhafi rakið til bilaðs búnaðar og mistaka flugmanna

Atli Ísleifsson skrifar
Stjórnstöð missti samband við vélina 40 mínútum eftir flugtak. Vélin var af gerðinni Airbus A320-200.
Stjórnstöð missti samband við vélina 40 mínútum eftir flugtak. Vélin var af gerðinni Airbus A320-200. Vísir/EPA
Flugslysið á Jövuhafi í desember á síðasta ári er rakið til bilaðs búnaðar og mistaka flugmanna. Vél AirAsia var á leið frá Surabaya til Singapúr þegar slysið varð, en 162 manns fórust.

Skýrsla indónesískrar rannsóknarnefndar var birt í morgun. Þar kemur fram að tölvustýring vélarinnar hafi ekki verið í lagi og verið það um langt skeið. Hún hafði raunar bilað 23 sinnum síðasta árið sem vélin var í notkun og flugritar vélarinnar sýna að tölvan hafi bilað fjórum sinnum í fluginu.

Þegar búnaðurinn bilaði í fjórða sinnið reyndu flugmennirnir að taka stjórnina sjálfir og skömmu síðar ofreis vélin með þeim afleiðingum að hún hrapaði í hafið.

Stjórnstöð missti samband við vélina 40 mínútum eftir flugtak. Vélin var af gerðinni Airbus A320-200.


Tengdar fréttir

Hafa fundið fleiri lík í Jövuhafi

Talsmenn indónesískra yfirvalda segja að leitarmenn hafi nú veitt alls þrjátíu lík af farþegum vélar AirAsia sem hrapaði í Jövuhafi á sunnudag úr sjónum.

Brak fannst í Jövuhafi

Leitarvélar á Jövuhafi telja sig hafa fundið í morgun brak á floti í sjónum sem gæti verið úr Airbus þotu AirAsia sem fórst í fyrradag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×