Erlent

Réttarhöld yfir lögreglumanni vegna láts Freddie Gray dæmd ómerk

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Gray var einn af mörgum ungum svörtum mönnum sem létu lífið í átökum við lögreglu með skömmu millibili árið 2014 og í upphafi árs 2015.
Gray var einn af mörgum ungum svörtum mönnum sem létu lífið í átökum við lögreglu með skömmu millibili árið 2014 og í upphafi árs 2015. Vísir/EPA
Dómari í réttarhöldum yfir lögreglumanninum William Porter, sem sakaður er um hafa átt þátt í láti hins 25 ára gamla Freddie Gray fyrr á árinu í Baltimore, hefur úrskurðað að réttarhöldin yfir honum séu ómerk.

Sjá einnig: Hver var Freddie Gray? - Myndbönd

Dómarinn lýsti því yfir að kviðdómur í málinu skipaður tólf manns hafi ekki, þrátt fyrir ítarlega unnin störf, komist að sameiginlegri niðurstöðu og því voru réttarhöldin dæmd ómerk. Saksóknarar þurfa nú að byggja mál sitt gegn Porter upp á nýjan leik en réttarhöldin munu fara fram aftur.

Sjá einnig: Greinir frá misþyrmingum og spillingu lögreglumanna í Baltimore

Allt varð vitlaust í Baltimore fyrr á árinu eftir að Freddie Gray lést af völdum áverka sem hann hlaut í átökum við lögreglumenn er hann var í umsjá lögreglu. Miklar óeirðir brutust út eftir dauða hans og var neyðarástandi var lýst yfir í borginni þegar óeirðirnar stóðu sem hæst.

Gray var einn af mörgum ungum svörtum mönnum sem létu lífið í átökum við lögreglu með skömmu millibili árið 2014 og í upphafi árs 2015. Sex lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir þátt sinn í láti Gray og voru réttarhöldin sem nú hafa verið dæmd ómerk þau fyrstu í málinu.

Sjá einnig: Útgöngubann í Baltimore: Miklar óeirðir, kveikt í bílum og brotist inn í verslanir

Mikill viðbúnaður er hjá lögreglunni í Baltimore vegna niðurstöðu réttarhaldanna. Lögreglumenn eru staðsettir víða um borg til þess að koma í veg fyrir að viðlíka óeirðir og áttu sér stað í apríl brjótist út á nýjan leik.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×