Erlent

Rússar geta nú hunsað mannréttindaúrskurði

Samúel Karl Ólason skrifar
Vladimir Putin, forseti Rússlands.
Vladimir Putin, forseti Rússlands. Vísir/EPA
Vladimir Putin, forseti Rússlands, skrifaði í gær undir lög sem gera Rússum kleift að fella úrskurði Mannréttindadómstóls Evrópu úr gildi. Það getur stjórnarskrárdómstóll Rússlands nú gert, séu úrskurðir Mannréttindadómstólsins taldir brjóta gegn stjórnarskrá Rússlands.

Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja lögunum vera ætlað að koma í veg fyrir að fórnarlömb mannréttindabrota í Rússlandi geti leitað réttar síns.

Í fyrra úrskurðaði Mannréttindadómstóllinn að yfirvöld í Rússlandi þyrftu að greiða rúmlega tvo milljarða dala, um 260 milljarða króna, til hluthafa olíufyrirtækisins Yukos. Sérfræðingar telja mögulegt að lögunum sé ætlað að hjálpa stjórnvöldum Rússlands að sleppa við að greiða út bæturnar.

Eftir þann úrskurð fóru 93 þingmenn í Rússlandi fram á að stjórnarskrárdómstóll Rússlands útskýrði hvernig hægt væri að bregðast við því þegar úrskurðir Mannréttindadómstólsins brjóta gegn stjórnarskrá Rússlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×