Illugi var búinn að lofa Magnúsi Geir óbreyttu útvarpsgjaldi Jakob Bjarnar skrifar 15. desember 2015 12:49 Sigmundur og Bjarni voru búnir að lofa Illuga stuðningi við óbreytt útvarpsgjald, en nú hins vegar bregður svo við að frumvarpið situr fast í ríkisstjórninni. visir/stefán Ólína Kerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði í ræðustól þingsins, hvar málefni RUV ohf. voru til umræðu, í andsvari við Össur Skarphéðinsson, að Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hafi komið þeim skilaboðum til stjórnar Ríkisútvarpsins í apríl að horfið yrði frá því að lækka útvarpsgjaldið í tveimur áföngum; þau yrðu óbreytt. Og nyti Illugi stuðnings bæði forsætis- og fjármálaráðherra í þeim efnum. Magnús Geir Þórðarson sjónvarpsstjóri hefur talað um þetta sem eina frumforsendu þess að hægt sé að reka stofnunina; að gjaldið verði óbreytt. Nú virðist sem hann hafi ávallt staðið í þeirri meiningu að svo yrði og talað í fullvissu þess. Mörður Árnason, stjórnarmaður hjá RUV ohf., staðfestir þetta í samtali við Vísi.Þó umræðan hafi gengið út frá því að útvarpsgjald yrði lækkað hafði Magnús Geir sjónvarpsstjóri verið fullvissaður um það af Illuga að til þess myndi ekki koma.visir/gva„Já, þetta er sannarlega rétt hjá Ólínu. Á stjórnarfundi í apríl upplýsti þáverandi formaður, Ingvi Hrafn Óskarsson, að hann hefði talað við menntamálaráðherra sem tjáði honum að hann ætlaði að flytja þetta umrædda frumvarp og þá í þessa veru. Og, að hann nyti stuðnings forsætisráðherra og fjármálaráðherra,“ segir Mörður. Og bætir því við að það hafi komið stjórninni ánægjulega á óvart að Bjarni og Sigmundur Davíðs styddu málið. „Hún hefur síðan staðið í þeirri trú að þar með væri björninn unninn og fjármögnun tryggð að þessu leyti.“ Flestir höfðu búist við því að frumvarpið yrði lagt fram miklu fyrr en málið situr fast í ríkisstjórninni sem þýðir þá það að verulegur ágreiningur er um það innan stjórnarflokkanna. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson höfðu ætlað sér að styðja Illuga í þessum efnum. Þeir tveir ættu að hafa til þess styrk að keyra málið í gegnum flokkana og þingið, en nú hefur komið bakslag í það samkomulag, en málið er umdeilt innan þingflokka Sjálfstæðisflokksins og þá ekki síður innan Framsóknarflokksins þar sem Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar hefur gagnrýnt RUV ohf. harðlega um leið og hún talar fyrir aðhaldi í ríkisrekstri. Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verður ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Ólína Kerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði í ræðustól þingsins, hvar málefni RUV ohf. voru til umræðu, í andsvari við Össur Skarphéðinsson, að Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hafi komið þeim skilaboðum til stjórnar Ríkisútvarpsins í apríl að horfið yrði frá því að lækka útvarpsgjaldið í tveimur áföngum; þau yrðu óbreytt. Og nyti Illugi stuðnings bæði forsætis- og fjármálaráðherra í þeim efnum. Magnús Geir Þórðarson sjónvarpsstjóri hefur talað um þetta sem eina frumforsendu þess að hægt sé að reka stofnunina; að gjaldið verði óbreytt. Nú virðist sem hann hafi ávallt staðið í þeirri meiningu að svo yrði og talað í fullvissu þess. Mörður Árnason, stjórnarmaður hjá RUV ohf., staðfestir þetta í samtali við Vísi.Þó umræðan hafi gengið út frá því að útvarpsgjald yrði lækkað hafði Magnús Geir sjónvarpsstjóri verið fullvissaður um það af Illuga að til þess myndi ekki koma.visir/gva„Já, þetta er sannarlega rétt hjá Ólínu. Á stjórnarfundi í apríl upplýsti þáverandi formaður, Ingvi Hrafn Óskarsson, að hann hefði talað við menntamálaráðherra sem tjáði honum að hann ætlaði að flytja þetta umrædda frumvarp og þá í þessa veru. Og, að hann nyti stuðnings forsætisráðherra og fjármálaráðherra,“ segir Mörður. Og bætir því við að það hafi komið stjórninni ánægjulega á óvart að Bjarni og Sigmundur Davíðs styddu málið. „Hún hefur síðan staðið í þeirri trú að þar með væri björninn unninn og fjármögnun tryggð að þessu leyti.“ Flestir höfðu búist við því að frumvarpið yrði lagt fram miklu fyrr en málið situr fast í ríkisstjórninni sem þýðir þá það að verulegur ágreiningur er um það innan stjórnarflokkanna. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson höfðu ætlað sér að styðja Illuga í þessum efnum. Þeir tveir ættu að hafa til þess styrk að keyra málið í gegnum flokkana og þingið, en nú hefur komið bakslag í það samkomulag, en málið er umdeilt innan þingflokka Sjálfstæðisflokksins og þá ekki síður innan Framsóknarflokksins þar sem Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar hefur gagnrýnt RUV ohf. harðlega um leið og hún talar fyrir aðhaldi í ríkisrekstri.
Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verður ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira