Erlent

Selja tvö herskip til Taívan

Samúel Karl Ólason skrifar
Um er að ræða tvö skip í fyrstu og hugsanlega fjögur í heild, af gerðinni Perry Class.
Um er að ræða tvö skip í fyrstu og hugsanlega fjögur í heild, af gerðinni Perry Class. Vísir/EPA
Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru sögð ætla að selja tvö tæknivædd herskip til Taívan, þvert á vilja Kína. Um er að ræða tvö skip sem sérhæfð eru til loftvarna og eldflaugaárása. Það yrði fyrsta vopnasala Bandaríkjanna til Taívan í fjögur ár en talið er að verðið muni vera 176 milljónir dala, eða tæpir 23 milljarðar króna.

Þetta kemur fram á vef Reuters, en heimildarmenn fréttaveitunnar segja að þetta verði tilkynnt á næstu dögum.

Yfirvöld í Peking, sem líta á Taívan sem eign Kína, hafa ávallt mótmælt öllum vopnasölum til eyjunnar harðlega. Sérfræðingar telja að Bandaríkin hafi haldið aftur af sér við að selja vopn til Taívan vegna vilja til að halda samskiptum Kína og Bandaríkjanna jákvæðum, en spenna hefur vaxið þeirra á milli síðustu misseri.

Sjá einnig: Kínverjar ekki hræddir við stríð

Þingmenn í Bandaríkjunum hafa undanfarið ýtt á eftir því að salan gangi í gegn, en talið er að reynt verði að klára hana á þessu ári. Það er vegna fjárlagagerðar í Taívan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×