Parísarsamkomulagið svokallaða var samþykkt með lófataki að lokinni loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna Cop21 sem hófst þann fyrsta desember síðastliðinn. Samkomulagið tekur gildi árið 2020 þegar tímabil Kýótó-bókunarinnar rennur sitt skeið.

„Við erum með sambærileg markmið og önnur Evrópuríki og ekki með neinar sérstakar undanþágur.“
Alls koma 195 ríki að Parísarsamkomulaginu sem dekkar ríflega níutíu prósent af losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum í dag. Hvert ríki setur sér eigin aðgerðaáætlun til að ná markmiðum um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda svo halda megi hlýnun lofthjúpsins innan við 2°C.
„Samningurinn er fyrst og fremst grunnur og ótímasettur. Flest ríki hafa verið að setja sér markmið til 2030 sem svo er gert ráð fyrir að verði reglulega endurskoðuð,“ segir Hugi. Hann segir markmið Íslands vera að finna í sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum en þau verði svo útfærð betur.

„Okkar skylda er jafn rík og annarra þjóða. Það sem ég segi og hef sagt er að fyrst og fremst þarf að eiga sér stað hugarfarsbreyting. Við höfum náð efsta sæti í jafnréttismálum í heiminum, auðvitað var það barátta, en það þurfti hugarfarsbreytingu. Nákvæmlega sömu hugarfarsbreytingu þarf núna um loftslagsmálið,“ segir Sigrún.

„Við höfum tekið mjög skýrt undir þrjú megináherslumál Náttúruverndarsamtaka Íslands sem er í fyrsta lagi að Ísland verði sjálft að draga úr losun um fjörutíu prósent. Í öðru lagi að Ísland verði kolefnishlutlaust 2050 og í þriðja lagi liggur mælikvarðinn um hvort við meinum eitthvað sem við segjum á Drekasvæðinu,“ segir Svandís og að það sé fullkominn tvískinnungur að halda áfram undirbúningi vinnslu og rannsókna fyrir olíuborun.
Einn helsti vísindamaður og aktivisti heims á sviði loftslagsmála, James Hansen, gefur lítið fyrir samkomulagið í samtali við the Guardian.
„Það er kjaftæði af þeim að segjast geta náð hlýnun niður fyrir 2°C og reyna svo að gera betur á fimm ára fresti. Á meðan jarðefnaeldsneyti heldur áfram að vera ódýrasta eldsneytið þá munum við halda áfram að nota það.“