Erlent

Konur í Sádi-Arabíu ganga í fyrsta sinn að kjörborðinu

Atli Ísleifsson skrifar
Konum er mjög mismunað í Sádi-Arabíu.
Konum er mjög mismunað í Sádi-Arabíu. Vísir/AFP
Sveitarstjórnarkosningar fara í dag fram í Sádi-Arabíu þar sem konum er í fyrsta sinn heimilt að kjósa. Konur máttu jafnframt í fyrsta sinn bjóða sig fram í kosningunum.

Konum er mjög mismunað í konungsríkinu og þannig er konum ekki heimilt að keyra.

Alls hafa 978 konur boðið sig fram til embættis í kosningunum, en tæplega sex þúsund karlmenn.

Á kosningafundum hafa kvenframbjóðendur neyðst til að tala við áheyrendur fyrir aftan skilrúm, eða þá látið karlmann tjáð sig fyrir þeirra hönd.

Í frétt BBC kemur fram að um 130 þúsund konur hafi skráð sig til að kjósa í dag, en 1,35 milljónir karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×