Erlent

Danmörk: Grunuð um dráp á fjögurra ára barni

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla vill ekki gefa upp að svo stöddu hver hringdi og tilkynnti málið til lögreglu.
Lögregla vill ekki gefa upp að svo stöddu hver hringdi og tilkynnti málið til lögreglu. Vísir/AFP
Karl og kona í Árósum í Danmörku hafa verið handtekin vegna gruns um að hafa banað fjögurra ára barni konunnar.

Í frétt DR segir að lögregla á Austur-Jótlandi hafi greint frá því í tilkynningu að 26 ára kona og 21 árs maður hafi verið handtekin vegna gruns um að hafa slegið barn konunnar til bana.

Lögreglu barst ábending um hádegisbil um að sært barn væri í húsi í innri hluta Árósa. Barnið var úrskurðað látið á staðnum og var maðurinn sem var í húsinu handtekinn.

Skömmu síðar gaf móðir barnsins sig fram við lögreglu í Óðinsvéum þar sem hún var handtekin.

Lögregla vill ekki gefa upp að svö stöddu hver hringdi málið inn til lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×