Fótbolti

Engin greiðsla fyrir Kristin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Pjetur
Kristinn Steindórsson er á leið frá MLS-liðinu Columbus Crew en Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður hans, segir að hann fái að fara frítt frá félaginu.

Kristinn er að öllum líkindum á leið til GIF Sundsvall í Svíþjóð sem missti varnarmanninn Jón Guðna Fjóluson til Norrköping á dögunum.

Magnús Agnar segir að það sé fyrsti kostur Kristins að komast aftur til Svíþjóðar, þar sem hann lék með Halmstad, þar sem hann getur fengið ábyrgð og stórt hlutverk. „Hann vill komast í landsliðið,“ var haft eftir Magnúsi Agnari á vef Sundsvall Tidning.

Kristinn kom við sögu í 21 leik fyrir Columbus Crew á tímabilinu, þar af fjóra í byrjunarliði. Hann meiddist þó undir lok tímabilsins og gat ekki spilað með liðinu sem fór alla leið í úrslitaleik deildarinnar nú um helgina, þar sem liðið tapaði fyrir Portland Timbers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×