Erlent

Hundrað og fimmtíu þúsund yfirgefið heimili sín vegna flóða

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Yfir hundrað og fimmtíu þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Paragvæ, Argentínu, Úrúgvæ og Brasilíu í Suður-Ameríku síðustu daga vegna mikilla flóða. Að minnsta kosti tveir eru látnir og tugir slasaðir.

Flóðin eru ein þau mestu í manna minnum og hefur neyðarástandi verið lýst yfir í Úrúgvæ og Paragvæ. Forseti Paragvæ, Horacio Cortes, hefur ákveðið verja 3,5 milljónum Bandaríkjadala úr neyðarsjóði til björgunar- og uppbyggingarstarfa. Á annað hundrað þúsund heimila eru án rafmagns í löndunum þremur.

Þá eru að minnsta kosti fjórtán látnir í Bandaríkjunum í öflugum hvirfilvindum sem riðið hafa yfir Suður- og Miðvesturríkin. Vindarnir hafa skilið eftir sig gríðarlega eyðileggingu og eru hundruð heimila nú án rafmagns.

Björgunarstörf eru í fullum gangi. Ástandið er slæmt í Alabama.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×