Erlent

Hryðjuverkamaðurinn sem afhöfðaði yfirmann sinn framdi sjálfvíg

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Sahli ók inn í verksmiðjuna og reyndi að koma af stað sprengingu. Þá hengdi hann höfuð yfirmanns síns á verksmiðjuhliðið.
Sahli ók inn í verksmiðjuna og reyndi að koma af stað sprengingu. Þá hengdi hann höfuð yfirmanns síns á verksmiðjuhliðið. vísir/epa
Franski hryðjuverkamaðurinn Yassin Salhi framdi í gær sjálfsvíg í Fleury-Merogis fangelsinu í Suður-Paris. Salhi hafði setið í gæsluvarðhaldi frá því í júní, grunaður um að hafa afhöfðað yfirmann sinn í borginni Lyon.

Sahli var grunaður um að hafa ekið vörubíl inn í gasverksmiðju í borginni og hengt höfuð yfirmanns síns upp á verksmiðjuhliðið. Að því loknu er hann sagður hafa tekið sjálfsmynd af sér og líkinu og sent til viðtakanda í Norður-Ameríku.

Salhi hafði verið undir eftirliti lögreglu árin 2006 til 2008, grunaður um tengsl við íslömsk öfgasamtök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×