Erlent

Bresku göngumönnunum hótað lífláti

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Fyrst var mönnunum komið til aðstoðar á Kópaskeri, síðan inni í Nýjadal og loks í dag þegar þyrla Landhelgisgæslunnar sótti þá inn í Emstrur.
Fyrst var mönnunum komið til aðstoðar á Kópaskeri, síðan inni í Nýjadal og loks í dag þegar þyrla Landhelgisgæslunnar sótti þá inn í Emstrur. vísir/böddi
Bresku göngumennirnir, sem í þrígang þurfti að bjarga á innan við mánuði, hafa fengið fjölmargar líflátshótanir undanfarið. Þeir segjast taka þessum hótunum alvarlega og ætla með málið til yfirvalda.

Piltarnir hyggjast styrkja Landsbjörg með fjárframlagi. Einn þeirra sagði í samtali við IcelandMag í dag að þeir væru allir þakklátir því góða starfi sem björgunarsveitarmenn hafi unnið, og að þeir væru líklega ekki hér ef ekki hefði verið fyrir björgunarsveitina. Þeir vilja hins vegar ekki gefa upp hversu há upphæðin verður.

Mennirnir þurftu fyrst aðstoð þegar einn úr hópnum veiktist hastarlega og þurfi að fara heim. Voru þeir þá sóttir á Kópasker af björgunarsveitum. Í annað skiptið komu björgunarsveitarmenn frá Hellu þeim til bjargar þar sem einn þeirra hafði kalið á tánum. Þá var þeim bjargað í þriðja sinn nú síðast í fyrradag upp í Emstrur vegna veðurs. Þeim tókst ekki ætlunarverk sitt, sem var að ganga þvert yfir landið á átján dögum, og segja þeir það mikil vonbrigði.



Göngugarparnir eru þrír talsins og með þeim í för voru tveir myndatökumenn. Leiðangur þeirra kallast The Coolest Crossing og var tilgangurinn með honum að sýna að fólk á þeirra aldi geti ráðið við erfið verkefni með góðum undirbúningi og þrautseigju . Vel hefur verið fylgst með hópnum á netinu og er bandarísk heimildarmynd í smíðum.


Tengdar fréttir

Ísland snarbrjálað þegar veður er annars vegar

Þrír ungir breskir fjallgöngumenn segja Ísland það viltasta sem þeir hafi séð þegar veður er annars vegar.Afar þakklátir Landhelgisgæslunni og fjölda fólks sem komið hefur þeim til aðstoðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×