Erlent

Sahlin þrífur hótelherbergi

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Leiðtogar. Mona Sahlin ásamt Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur.
Leiðtogar. Mona Sahlin ásamt Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Mona Sahlin, fyrrverandi leiðtogi sænska jafnaðarmanna, lét af formennsku í flokknum í kjölfar kosningaósigursins 2010. Síðastliðið sumar bað fyrrverandi ríkisstjórn Svíþjóðar hana um að skrifa greinargerð um öfgastefnur og ofbeldi. Það er hins vegar ekki eina starfið sem hún hefur haft með höndum eftir kosningaósigurinn.

Í viðtalið við blaðið Expressen segir Sahlin að hún hafi starfað sem herbergisþerna á hóteli sem dóttir hennar rekur. Í fyrsta sinn sem hún hafi barið að dyrum hótelherbergis hafi hún vonað að enginn væri innandyra en svo var ekki. Bæði hótelgesturinn og hún hafi svo farið að skellihlæja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×