Fyrrverandi ráðuneytisstjóri: EES samningurinn munaðarlaus Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 18. mars 2015 20:13 EES samningurinn er munaðarlaus og það stefnir íslenskum hagsmunum í hættu, að mati Sverris Hauks Gunnlaugssonar fyrrverandi ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu. Hann segir starfsmannaeklu, fjársvelti og agaleysi valda mestu en Íslendingum hefur verið stefnt tuttugu og tvisvar sinnum fyrir samningsbrot frá árinu 2012, sem er met. Rætt var um stöðu og horfur EES-samningsins á málþingi í Háskóla Íslands í dag í ljósi þess að ríkisstjórnin leggur aukna áherslu á að draga umsókn um aðild að Evrópusambandinu til baka og efla EES-samninginn. „Menn eru svo vanir fjórfrelsinu á Íslandi, það að geta keypt vörur, keypt þjónustu og geta farið til útlanda í vinnu, að þeir halda að þetta sé allt bara til staðar. Að það þurfi ekki að halda utan um hlutina,“ segir Sverrir Haukur. „Það þarf að halda utan um hlutina því að við verðum að verja ákveðinn trúverðugleika okkar gagnvart bæði EFTA ríkjunum tveimur en ekki síður gagnvart þessum 28 ríkjum ESB,“ segir hann. „Að við stöndum ákvæði samningsins um tímalengdir og fleira, og fresti, og ef við erum aftast á merinni í sambandinu við innleiðingu þá auðvitað spyrst það út.“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að innleiðingarhallinn snúist fyrst og fremst um reglugerðir. „Við höfum greint þennan innleiðingarhalla og hann lýsir sér fyrst og fremst í því að við höfum ekki gefið út reglugerðir,“ segir hann. „Ráðuneytin ráða ekki við það flóð af reglugerðum sem til þeirra streyma og gefa út reglugerðir til a uppfæra stöðu okkar innan EES-samningsins,“ segir Bjarni og bætir við að það sé vel leysanlegt mál. „Staða EES-samningsins að öðru leyti er ágæt.“ Hann segir að áhuginn á að uppfæra samninginn sé takmarkaður af hálfu Evrópusambandsins. „Það breytir því ekki að hann er skýr og allir aðilar sem að honum standa hafa framfylgt honum,“ segir Bjarni. Alþingi Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
EES samningurinn er munaðarlaus og það stefnir íslenskum hagsmunum í hættu, að mati Sverris Hauks Gunnlaugssonar fyrrverandi ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu. Hann segir starfsmannaeklu, fjársvelti og agaleysi valda mestu en Íslendingum hefur verið stefnt tuttugu og tvisvar sinnum fyrir samningsbrot frá árinu 2012, sem er met. Rætt var um stöðu og horfur EES-samningsins á málþingi í Háskóla Íslands í dag í ljósi þess að ríkisstjórnin leggur aukna áherslu á að draga umsókn um aðild að Evrópusambandinu til baka og efla EES-samninginn. „Menn eru svo vanir fjórfrelsinu á Íslandi, það að geta keypt vörur, keypt þjónustu og geta farið til útlanda í vinnu, að þeir halda að þetta sé allt bara til staðar. Að það þurfi ekki að halda utan um hlutina,“ segir Sverrir Haukur. „Það þarf að halda utan um hlutina því að við verðum að verja ákveðinn trúverðugleika okkar gagnvart bæði EFTA ríkjunum tveimur en ekki síður gagnvart þessum 28 ríkjum ESB,“ segir hann. „Að við stöndum ákvæði samningsins um tímalengdir og fleira, og fresti, og ef við erum aftast á merinni í sambandinu við innleiðingu þá auðvitað spyrst það út.“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að innleiðingarhallinn snúist fyrst og fremst um reglugerðir. „Við höfum greint þennan innleiðingarhalla og hann lýsir sér fyrst og fremst í því að við höfum ekki gefið út reglugerðir,“ segir hann. „Ráðuneytin ráða ekki við það flóð af reglugerðum sem til þeirra streyma og gefa út reglugerðir til a uppfæra stöðu okkar innan EES-samningsins,“ segir Bjarni og bætir við að það sé vel leysanlegt mál. „Staða EES-samningsins að öðru leyti er ágæt.“ Hann segir að áhuginn á að uppfæra samninginn sé takmarkaður af hálfu Evrópusambandsins. „Það breytir því ekki að hann er skýr og allir aðilar sem að honum standa hafa framfylgt honum,“ segir Bjarni.
Alþingi Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira