Erlent

Tveir menn ákærðir fyrir að eitra fyrir frægum ljónum

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/The Marsh Pride of Lions
Yfirvöld í Kenía hafa ákært tvo menn fyrir að eitra fyrir ljónahjörð á friðarsvæði í Afríkuríkinu. Minnst tvo ljón drápust og eins er saknað. Átta urðu veik vegna eitursins og hafa dýralæknar hlúð að þeim. Talið er að ljónin hafi drepið þrjár kýr sem mennirnir áttu.

Þá eitruðu þeir hræ annarrar kýrinnar en fjallað hefur verið um ljónin af BBC. Eitrunin hefur verið staðfest á Facebooksíðu hjarðarinnar, en þar má einnig sjá frekari upplýsingar um hjörðina.

Eitt ljónið sem drapst hét Bibi, en hún var sautján ára og fannst liggjandi með froðu um munninn og átti hún erfitt með andardrátt. Sérfræðingar BBC segja sambærileg atviki hafa komið upp áður þar sem eigendur kúa eitri fyrir ljónum til að fækka tilvikum þar sem kýrnar eru drepnar af ljónum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×