Erlent

Stærðarinnar broskall fannst í geimnum

Atli Ísleifsson skrifar
Stjörnuþokurnar eru með nafnið SDSS J1038+4849 og saman líta þær út fyrir að brosa sínu breiðasta fyrir myndavélina.
Stjörnuþokurnar eru með nafnið SDSS J1038+4849 og saman líta þær út fyrir að brosa sínu breiðasta fyrir myndavélina. Mynd/NASA
Hubblesjónaukinn hefur fangað mynd af hópi stjörnuþoka sem hefur fengið stjörnufræðiáhugafólk til að brosa og fleiri til. Stjörnuþokurnar eru með nafnið SDSS J1038+4849 og saman líta þær út fyrir að brosa sínu breiðasta fyrir myndavélina.

Augu broskallsins eru stjörnuþokur en brosandi munnurinn svokallaður „Einsteinhringur“, fyrirbæri sem myndast þegar birta frá stjörnuþokum beygist vegna þyngdarafls.

Myndin var birt í kjölfar samkeppni á vegum Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA þar sem fólki hefur verið gert kleift að leita í gríðarstórum gagnagrunni sjónaukans í leit að merkilegu myndefni. Keppandinn Judy Schmidt á heiðurinn að myndinni.

Hubblesjónauki NASA og ESA hefur í tuttugu ár svifið um geiminn og tekið myndir af því óþekkta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×