Erlent

Hófleg drykkja á meðgöngu ekki í lagi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
Konur í barneignarhugleiðingum ættu ekki að drekka áfengi, né heldur þær sem eru á fyrstu stigum meðgöngu. Áfengið getur haft áhrif á hugsanlega þungun ásamt því að alkóhólið getur ratað inn í fylgjuna og haft skaðleg áhrif. Þetta kemur fram í uppfærðum ráðleggingum breskra yfirvalda til barnshafandi kvenna og unnar voru af RCOG (The Royal Collage of Obstericians and Gyneacologists).

Fyrri niðurstöður RCOG leiddu það í ljós að hófleg áfengisdrykkja á meðgöngu hafði ekki áhrif á barnið, hvorki á vitsmunaþroska þess né hegðun, og voru ráðleggingar í samræmi við þær. Konur voru því hvattar til að halda áfengisdrykkju á meðgöngu í lágmarki og drekka ekki meira en eina til tvær einingar áfengis á viku. Það samsvarar tæplega hálfum lítra af bjór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×